Þjónusta
Ábyrgar fjárfestingar
Við leggjum ríka áherslu á ábyrgar fjárfestingar, enda eru þær orðnar hluti af greiningu fjárfestingarkosta og því upplýsingagjöf mikilvæg.
Við leitumst við að tryggja stöðuga innleiðingu stefnu um ábyrgar fjárfestingar í alla fjárfestingarferla og fjárfestingarákvarðanir.
Mikilvægt að taka tillit til umhverfismála, samfélagslegra þátta og góðra stjórnarhátta í daglegum störfum og hafa þannig jákvæð áhrif á samfélagið okkar, á sama tíma og það er viðskiptavinum ÍV til hagsbóta.
Stjórn félagsins hefur tileinkað sér góða stjórnarhætti. ÍV er aðili að IcelandSIF, samtökum um ábyrgar fjárfestingar á Íslandi en tilgangur samtakanna er að stuðla að aukinni þekkingu og umræðu um aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga.
ÍV er einnig aðili að UN PRI, hægt er að fylgjast með árangri félagsins og eftirfylgni við reglur PRI um ábyrgar fjárfestingar í árlegri framvinduskýrslu.
Víðtæk reynsla
Eignastýring
Hjá Íslenskum verðbréfum starfa sérfræðingar í hverjum eignaflokki fyrir sig með mikla reynslu af virkri stýringu eigna fyrir almenning og stofnanafjárfesta.
Sjá nánar
Fjölbreyttir valkostir
Sjóðastýring
Íslensk verðbréf bjóða upp á fjölbreytta fjárfestingakosti fyrir almenna fjárfesta sem og fagfjárfesta.
Sjá nánar