Víðtæk reynsla
Sérgreind eignastýring
Hjá Íslenskum verbréfum starfa sérfræðingar í hverjum eignaflokki fyrir sig með mikla reynslu af virkri stýringu eigna fyrir almenning og stofnanafjárfesta.
Sérgreind eignastýring hentar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og félög með stærri fjárhæðir.
Í upphafi er mótuð fjárfestingarstefna sem tekur mið af fjárhagslegri stöðu, þörfum og markmiðum hvers viðskiptavinar. Sérfræðingar Íslenskra verðbréfa sjá um að fjárfesta fyrir hönd viðskiptavina innan þeirrar fjárfestingarstefnu sem mótuð hefur verið. Við stýringu safna beita sérfræðingar Íslenskra verðbréfa virkri stýringu með það að markmiði að ná langtímaárangri umfram fyrirfram skilgreint viðmið.