09.10.2025

Breyting á nöfnum sjóða í rekstri Íslenskra verðbréfa

Íslensk verðbréf hf. hafa fengið staðfestingu Seðlabanka Íslands á nýjum reglum fyrir deildarskipta sjóðinn Fjárfestingarsjóður SIV eignastýringar hs. 

mynd

Þær fela í sér að ekki er lengur um deildarskiptan sjóð að ræða  heldur er hver deild orðin sjálfstæður sjóður. 

Samhliða þessu og sameiningu SIV eignastýringar hf. og ÍV sjóða hf. í eitt öflugt eignastýringarfélag undir merkjum Íslenskra verðbréfa fyrr á þessu ári var farið í nafnabreytingu á þremur sjóðum:

  • SIV Skammtímasjóður hs. ber nú heitið ÍV Skammtímasjóður plús hs.
  • SIV Skuldabréf hs. ber nú heitið ÍV Skuldabréf hs.
  • SIV Hlutabréf hs. ber nú heitið ÍV Hlutabréf hs.