19.08.2025

Nýr sjóður í rekstri Íslenskra verðbréfa

Íslensk verðbréf hf. hefur lokið fjármögnun á nýjum sjóð sem ber heitið SIV Alternative Credit Fund. Um er að ræða sérhæfðan sjóð sem kemur að fjármögnun fyrirtækja en heildaráskriftarloforð sjóðsins nemur rúmum 5 milljörðum króna. Sjóðurinn hefur víðtækar heimildir við lánsfjármögnun fyrirtækja en fjárfestar í sjóðnum eru stofnanafjárfestar auk annarra fjárfesta.

mynd

Sjóðstjórar SIV Alternative Credit Fund eru Anna Kristjánsdóttir og Þorkell Magnússon, forstöðumaður sjóðastýringar. Auk þeirra eru í fjárfestingateymi sjóðsins Sigurður Ottó Þorvarðarson og Guðrún Una Valsdóttir.

„Það er ánægjulegt að ljúka fjármögnun sjóðsins og veita þannig fjárfestum aðgengi að lánamarkaði sem er áhugaverður. Um er að ræða ört vaxandi markað sem er til þess fallinn að veita fjárfestum aukna ávöxtun og áhættudreifingu í eignasöfnum sínum.“, segir Þorkell Magnússon, forstöðumaður sjóðastýringar Íslenskra verðbréfa hf.

,,Stofnun á SIV Alternative Credit Fund er mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu á Íslenskum verðbréfum. Þá er stofnun sjóðsins hluti af áherslum Íslenskra verðbréfa í að byggja upp öfluga starfsemi og þjónustu um fjármögnun fyrirtækja og er ánægjulegt að sjá það traust sem fjárfestar sýna félaginu,“ segir Arnór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa hf.