11.07.2025

Tilkynning um breytingar á reglum ÍV Skammtímasjóðs hs. og fyrirhugaðan samruna ÍV Skammtímasjóðs hs. og SIV Lausafjársjóðs hs.

Stjórn Íslenskra verðbréfa hf. samþykkti á fundi þann 30. maí 2025 breytingu á reglum og fjárfestingarstefnu fyrir ÍV Skammtímasjóð. Á sama fundi var samþykkt að sameina ÍV Skammtímasjóð og SIV Lausafjársjóð, sem er sjóðsdeild í Fjárfestingarsjóði SIV eignastýringar hs.

mynd

ÍV Skammtímasjóður er yfirtökusjóður og SIV Lausafjársjóður er samrunasjóður. Samruninn hefur hlotið samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og mun taka gildi þann 14. ágúst 2025.

Tilkynningar um fyrirhugaðar breytingar voru sendar sjóðfélögum sjóðanna 10. júlí 2025. Tilkynninguna má nálgast hér.

Sé óskað frekari upplýsinga er bent á að hafa samband í gegnum iv@iv.is eða í síma 460 4700.