13.11.2025
Tilkynning um fyrirhugaðan samruna ÍV Stokks hs. og ÍV Hlutabréfa hs.
Stjórn Íslenskra verðbréfa hefur samþykkt að sameina ÍV Stokk hs. og ÍV Hlutabréf hs. (hét áður SIV Hlutabréf). ÍV Hlutabréf er yfirtökusjóður og ÍV Stokkur er samrunasjóður.

Reglur og fjárfestingarstefna ÍV Hlutabréfa haldast óbreyttar. Samruninn hefur hlotið samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og mun taka gildi 17.12.2025.
Tilkynningar um fyrirhugaðar breytingar voru sendar sjóðfélögum sjóðanna 13.11. 2025. Tilkynninguna má nálgast hér.
Sé óskað frekari upplýsinga er bent á að hafa samband í gegnum iv@iv.is eða í síma 460 4700.