Mánudagsfréttir - markaðurinn

Vikan 19. til 23. maí 2008

Hlutabréf

Hlutabréf (OMXI15) lækkuðu um 0,71% í vikunni og lækkuðu bréf Teymis mest eða um 4,58%. Tvö félög hækkuðu, Össur um 1,66% og Marel um 1,6%. Markaðurinn hefur verið að síga í maí og ljóst að hlutabréf eiga erfitt uppdráttar á meðan áhættulitlir vextir eru jafn háir og raun ber vitni. Fjármálafyrirtæki hafa lækkað um allan heim og þar sem tæp 90% af íslenska hlutabréfamarkaðinum eru fjármálafyrirtæki er ekki óeðlilegt að hann gefi aðeins eftir.  

 

Skuldabréf

Verðtryggð skuldabréf hækkuðu um tæp 2% í vikunni en óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,8%. Það voru mjög mikil viðskipti á skuldabréfamarkaðinum og fór veltan einn daginn yfir 100 milljarða sem er met. Krafa skuldabréfa er orðin mjög lág þegar horft er til þess að stýrivextir eru nú 15,5% svo það má búast við einhverju leiðréttingum á næstunni. Fer þó eftir verðbólgutölum.

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar styrktist um 1,26% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ. Seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum og hafði sú aðgerð engin áhrif á krónuna. Þann 16. maí s.l. gerði Seðlabankinn gjaldmiðlaskiptasamninga við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar og hefur krónan verið að styrkjast síðan. Það sem helst kemur í veg fyrir frekari styrkingu krónunnar er að vaxtaskiptamarkaður  með gjaldeyri er nánast óvirkur.