Markaðsfréttir 02.-05. september

Vikan 1.-5.  september, 2008

Hlutabréf

Hlutabréf (OMXI15) lækkuðu um 3,02% í vikunni, þ.a. hækkunin í ágúst hvarf öll í fyrstu viku september. Aðeins tvö félög hækkuðu, annars vegar Össur sem hækkaði um 1,62% og hins vegar Icelandair með 1% hækkun.  Á hinum endanum var það Eimskip sem lækkaði mest eða um 13,54% og Exista sem lækkaði um 9,8%. Það sem knúði markaðinn niður núna voru áhyggjur af eignasafni bankanna og slæmar tölur frá SÍ um viðskiptajöfnuðinn.

Skuldabréf

Verðtryggð ríkisskuldabréf hækkuðu um 0,2% í vikunni en óverðtryggðu bréfin lækkuðu um 0,8%. Verðtryggðu bréfin tóku við sér í lok vikunnar þar sem krónan veiktist snögglega. Á sama tíma gáfu óverðtryggðu bréfin eftir. Það voru tölur frá SÍ sem veiktu krónuna og höfðu þar með lykiláhrif á skuldabréfamarkaðinn að þessu sinni.

Krónan

Krónan veiktist um 3,76% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði gengisvísitalan í 164,798 stigum. Ástæða veikingarinnar var fyrst og fremst tölur frá SÍ um viðskiptajöfnuðinn og veiktist krónan mikið þrátt fyrir stóra útgáfu jöklabréfa.