Markaðsfréttir 11.-15. ágúst.

Vikan 11.-15.  ágúst, 2008

Hlutabréf

Hlutabréf (OMXI15) hækkuðu um 2,22% í vikunni og er það þriðja vikan í röð sem hlutabréfamarkaðurinn hækkar. Það var Teymi sem hækkaði mest eða um 21,48% og Exista kom þar á eftir með 13,78% hækkun.  Atorka var eina félagið sem  lækkaði en gengi félagsins lækkaði um 1,45% í vikunni. Eftir hækkanir í þrjár vikur í röð sýnir tæknigreining viðsnúning hjá nokkrum félögum og eru félög eins og Exista, Landsbankinn og Bakkavör komin í hækkunarfasa.

Skuldabréf

Verðtryggð ríkisskuldabréf lækkuðu um 0,34% í vikunni en óverðtryggð bréf hækkuðu hins vegar um 0,5%. Verðbólguálagið var orðið ansi hátt og er það reyndar ennþá og því var hér um verðleiðréttingu að ræða. Líklegt er að þessi þróun haldi eitthvað áfram þar sem verðbólguálagið er mjög hátt. Stutt verðtryggð bréf ættu þó að halda sjó þar sem það verður töluverð verðbólga næstu þrjá mánuði þrátt fyrir lækkandi olíuverð og sterkari krónu.

Krónan

Krónan styrktist um 2,64% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði gengisvísitalan í 157,7371 stigum. Krónan hefur því verið að styrkjast eftir snarpa veikingu í vikunni á undan. Enn og aftur virðist krónan ætla að reyna að fara niður fyrir 155-156 stig og ef það tekst gæti hún náð enn frekari styrking en ef ekki þá má búast við að hún leiti aftur upp fyrir 160 stig.