Markaðsfréttir 13. til 17. október

Markaðsfréttir fyrir vikuna 13. til 17. október 2008Hlutabréf Hlutabréf (OMXI15) lækkuðu um 78,6% í vikunni. Ástæða lækkunarinnar er gjaldþrot stóru bankanna þriggja. Markaðurinn opnaði þriðjudaginn 14. október og hafði þá verið lokaður frá mánudeginum 6. október og því kom lækkunin vegna gjaldþrota bankanna fram í vikunni. Þrátt fyrir að markaðurinn sé opinn þá eru lítil viðskipti og má segja að verðmyndun einstakra félaga sé tilviljunarkennd.

Markaðsfréttir fyrir vikuna 13. til 17. október 2008

Hlutabréf

Hlutabréf (OMXI15) lækkuðu um 78,6% í vikunni. Ástæða lækkunarinnar er gjaldþrot stóru bankanna þriggja. Markaðurinn opnaði þriðjudaginn 14. október og hafði þá verið lokaður frá mánudeginum 6. október og því kom lækkunin vegna gjaldþrota bankanna fram í vikunni. Þrátt fyrir að markaðurinn sé opinn þá eru lítil viðskipti og má segja að verðmyndun einstakra félaga sé tilviljunarkennd.

 Skuldabréf

Verðtryggð ríkisskuldabréf lækkuðu um rúm 9% í vikunni en óverðtryggðu bréfin lækkuðu um 7,46%. Þessi mikla lækkun stafar af óeðlilegri hækkun vikunnar á undan og er í raun leiðrétting á verði bréfanna. Það eru engir viðskiptavakar lengur á ríkisskuldabréfum og því er verðmyndun þeirra ófullkomin. Vonast er til að úr rætist þegar nýju bankarnir verða komnir á betri rekspöl.

 Krónan

Krónan veiktist um 0,56% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði gengisvísitalan í 201. Krónan sem gjaldmiðill á verulega undir högg að sækja þessa daganna. Það er ekki hægt að eiga viðskipti með hana fyrir utan landsteinanna og nú mótast gengi hennar af daglegum uppboðum í SÍ. Bankarnir eru óvirkir á gjaldeyrismarkaði og gjaldeyrisviðskiptum settar miklar hömlur. Vonast er til að það rætist úr þegar SÍ nær samningum um lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.