Markaðsfréttir 15.-19. desember 2008

Vikan 15.-19. desember, 2008 Hlutabréf Hlutabréf lækkuðu almennt  í vikunni þó með tveimur undantekningum. Annars vegar var það Össur sem hækkaði um 1,76% og Icelandair sem hækkaði um 0,38%. Af þeim félögum sem lækkuðu var það Straumur sem lækkaði mest, um 21,43%, og þar á eftir kom Bakkavör sem lækkaði um tæp 18%. Í næstu viku verður Exista svo tekið af markaði en engar fréttir eru ennþá komnar hvað verður um Spron.   Skuldabréf Verðtryggð ríkisskuldabréf hækkuðu um rúm 0,84% í vikunni en óverðtryggðu bréfin hækkuðu um  2,71%. Nú er töluverð eftirspurn í ríkistryggð bréf og kemur hún aðallega frá lífeyrissjóðum en kaup á löngum skuldabréfum hefur jákvæð áhrif á uppgjör þeirra um áramótin. Til viðbótar þá er ekki margt sem þeir geta fjárfest í þessa dagana þar sem lokað er fyrir erlendar fjárfestingar og innlendi hlutabréfamarkaðurinn er lamaður.   Krónan Krónan veiktist um rúm 6,6% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði gengisvísitalan í 217,6413 stigum. Krónan veiktist töluvert í vikunni eftir mikla styrkingu vikurnar þar á undan, sem var trúlega yfirskot miðað við stöðu mála. Framhaldið er óljóst en við teljum líklegt að krónan styrkist aftur á næstu vikum en þó er ólíklegt að hún fari niður fyrir gildið 190 á næstunni.

Vikan 15.-19. desember, 2008

Hlutabréf

Hlutabréf lækkuðu almennt  í vikunni þó með tveimur undantekningum. Annars vegar var það Össur sem hækkaði um 1,76% og Icelandair sem hækkaði um 0,38%. Af þeim félögum sem lækkuðu var það Straumur sem lækkaði mest, um 21,43%, og þar á eftir kom Bakkavör sem lækkaði um tæp 18%. Í næstu viku verður Exista svo tekið af markaði en engar fréttir eru ennþá komnar hvað verður um Spron.

 

Skuldabréf

Verðtryggð ríkisskuldabréf hækkuðu um rúm 0,84% í vikunni en óverðtryggðu bréfin hækkuðu um  2,71%. Nú er töluverð eftirspurn í ríkistryggð bréf og kemur hún aðallega frá lífeyrissjóðum en kaup á löngum skuldabréfum hefur jákvæð áhrif á uppgjör þeirra um áramótin. Til viðbótar þá er ekki margt sem þeir geta fjárfest í þessa dagana þar sem lokað er fyrir erlendar fjárfestingar og innlendi hlutabréfamarkaðurinn er lamaður.

 

Krónan

Krónan veiktist um rúm 6,6% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði gengisvísitalan í 217,6413 stigum. Krónan veiktist töluvert í vikunni eftir mikla styrkingu vikurnar þar á undan, sem var trúlega yfirskot miðað við stöðu mála. Framhaldið er óljóst en við teljum líklegt að krónan styrkist aftur á næstu vikum en þó er ólíklegt að hún fari niður fyrir gildið 190 á næstunni.