Markaðsfréttir 15. til 19. september

Vikan 15.-19.  september, 2008Hlutabréf Hlutabréf (OMXI15) hækkuðu um 2,24% í vikunni . Markaðurinn styrktist í lok vikunnar eftir að fréttir bárust af björgunaraðgerðum bandaríska seðlabankans og hækkuðu hlutabréfamarkaðir um allan heim í kjölfarið.  Marel hækkaði mest eða um 5,63%. Alfesca kom þar á eftir með 5,12% hækkun.  Á hinum endanum voru það Eimskip sem lækkaði mest eða um 45% og Teymi sem lækkaði um 17,65%.

Vikan 15.-19.  september, 2008

Hlutabréf

Hlutabréf (OMXI15) hækkuðu um 2,24% í vikunni . Markaðurinn styrktist í lok vikunnar eftir að fréttir bárust af björgunaraðgerðum bandaríska seðlabankans og hækkuðu hlutabréfamarkaðir um allan heim í kjölfarið.  Marel hækkaði mest eða um 5,63%. Alfesca kom þar á eftir með 5,12% hækkun.  Á hinum endanum voru það Eimskip sem lækkaði mest eða um 45% og Teymi sem lækkaði um 17,65%.

Skuldabréf

Verðtryggð ríkisskuldabréf hækkuðu um 1,8% í vikunni en óverðtryggðu bréfin hækkuðu um 0,9%. Krónan veiktist töluvert framan af vikunni og við það hækkuðu verðtryggðu bréfin töluvert. Sú hækkun gekk aðeins til baka þegar krónan byrjaði að styrkjast á föstudaginn. Óverðtryggðu bréfin hækkuðu lítið í vikunni en tóku kipp á föstudaginn.

Krónan

Krónan veiktist um 3,2% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði gengisvísitalan í 173,0 stigum. Krónan var orðin mun veikari í vikunni en styrktist töluvert á föstudaginn í kjölfara fréttanna frá bandaríska seðlabankanum . Fréttirnar drógu úr þeirri hræðslu sem var á markaðinum og hafði það jákvæð áhrif á gengi hávaxtamynta.