Markaðsfréttir 16.-20. mars 2009

<!-- /* Font Definitions */ @font-face {font-family:"Cambria Math"; panose-1:2 4 5 3 5 4 6 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:roman; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:-1610611985 1107304683 0 0 159 0;} @font-face {font-family:Calibri; panose-1:2 15 5 2 2 2 4 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:swiss; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:-1610611985 1073750139 0 0 159 0;} /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-unhide:no; mso-style-qformat:yes; mso-style-parent:""; margin-top:0cm; margin-right:0cm; margin-bottom:10.0pt; margin-left:0cm; line-height:115%; mso-pagination:widow-orphan; font-size:11.0pt; font-family:"Calibri","sans-serif"; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-ansi-language:EN-US; mso-fareast-language:EN-US;} a:link, span.MsoHyperlink {mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; color:blue; text-decoration:underline; text-underline:single;} a:visited, span.MsoHyperlinkFollowed {mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; color:purple; mso-themecolor:followedhyperlink; text-decoration:underline; text-underline:single;} .MsoChpDefault {mso-style-type:export-only; mso-default-props:yes; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-ansi-language:EN-US; mso-fareast-language:EN-US;} .MsoPapDefault {mso-style-type:export-only; margin-bottom:10.0pt; line-height:115%;} @page Section1 {size:612.0pt 792.0pt; margin:70.85pt 70.85pt 70.85pt 70.85pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} --> Vikulega birtir Íslensk verðbréf hf. samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.  Þeir sem hafa áhuga á að fá punktana senda til sín geta sent póst þess efnis á iv@iv.is

Vikulega birtir Íslensk verðbréf hf. samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.  Þeir sem hafa áhuga á að fá punktana senda til sín geta sent póst þess efnis á iv@iv.is

 

 

Innlend hlutabréf

 

Innlenda hlutabréfavísitalan OMXI6ISK hækkaði um 10,9% í vikunni. Af skráðum hlutabréfum í kauphöllinni hækkaði Eimskip mest, um 33,3%, Össur um 26,2% og Century Aluminum um 22,1%. Mest viðskipti voru með bréf Marels eða 417 milljónir og Össurar 291 milljón króna.

Velta innlendra hlutabréfa var einungis 749 miljónir króna og byggðist að mestu leyti á viðskiptum með bréf Marels og Össurar. Færeyjabanki er nýtt félag í aðalvísitölunni (OMXI6) en það félag hefur hækkað nær sleitulaust allan mars mánuð. Lítið framboð er af bréfum félagsins. Félagið er í nokkuð traustum rekstri og gera spár ráð fyrir að hagnaður verði svipaður í ár og var fyrra.  

 

 

 

Erlend hlutabréf

 

Erlend hlutabréf hækkuðu í vikunni í kjölfar mjög góðrar viku þar á undan. Heimshlutabréfavísitala MSCI hækkaði um 4,4% í vikunni, S&P 500 í Bandaríkjunum hækkaði um 1,6%, DAX vísitalan í Þýskalandi um 2,9%, Nikkei í Japan um 5,0% og breska FTSE vísitalan hækkaði um 2,4%. Frá áramótum er lækkun áðurnefndra vísitalna á bilinu 13-15%, nema Japan hefur lækkað minna eða um 7,3%. 

Þrátt fyrir verulegar hækkanir undanfarnir vikur er óvissa en mikil og mælikvarðar sýna ekki viðsnúning nema til skamms tíma. Því er líklegt að fjárfestar muni nýta tækifærði á næstu dögum og losa um hagnað sem hefur myndast.

 

 

 

Skuldabréf

 

Verð verðtryggðra skuldabréfa var óbreytt í vikunni en óverðtryggð lækkuðu um 2,2%. Fjárfestar reiknuðu með meiri lækkun vaxta en raun varð og lækkuðu öll skuldabréf í kjölfar tilkynningar um litla lækkun stýrivaxta.

Mest lækkun var á stuttum óverðtryggðum bréfum, enda eru töluverðar væntingar um hraða og mikla vaxtalækkun í verði þeirra. Sé tekið mið af væntingum um lága verðbólgu og hratt lækkandi stýrivexti þá má búast við því að bæði verðtryggð og óverðtrygg ríkistryggð skuldabréf skili góðri ávöxtun til meðallangs tíma (12-18 mánaða).

 

 

 

Krónan

 

Krónan veiktist um 5,2% í síðustu viku skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði gengisvísitalan í 198,5 stigum. Líkleg ástæða er gjalddagi ríkisskuldabréfa í vikunni og hafa útflytjendur mögulega beðið með að kaupa krónur fyrir tekjur sínar.

Framundan er reiknað með hröðu vaxtalækkunarferli og hefur vaxtaákvörðunardögum verið fjölgað og verður því næsti vaxtaákvörðunardagur þann 8. apríl. Við teljum líklegt að vextir verði lækkaðir um 1 -2 prósentustig þá.

Lækkandi vextir munu setja pressu á krónuna vegna minni hvata til að skipta erlendum gjaldeyri í krónur. Ef ástand efnahagsmála heimsins fer batnandi þá mun það hafa áhrif á krónuna til styrkingar. Þar er tvennt sem hefur mest áhrif, í fyrsta lagi batnandi hagur um allan heim mun auka eftirspurn eftir útflutningsvörum Íslands og stuðla að hækkandi verði og í annan stað mun draga úr áhættufælni en slíkt hefur líklega einna mest áhrif á jaðarsvæði eins og Ísland.