Markaðsfréttir 17. - 21. nóvember 2008

Vikan 17. nóvember - 21.  nóvember, 2008 Hlutabréf Hlutabréf lækkuðu almennt í vikunni og lækkuðu flest félög eitthvað. Mest lækkaði Bakkavör eða um 36,67% og næst í röðinni var Atorka með 23,08% lækkun.

Vikan 17. nóvember - 21.  nóvember, 2008

Hlutabréf

Hlutabréf lækkuðu almennt í vikunni og lækkuðu flest félög eitthvað. Mest lækkaði Bakkavör eða um 36,67% og næst í röðinni var Atorka með 23,08% lækkun.

Eina félagið sem hækkaði var Alfesca en félagið hækkaði um 1,35%. Viðskipti á hlutabréfamarkaðinum eru stopul og fjárhæðir eru lágar. Vísitala markaðarins er ekki marktæk þar sem nokkur óvirk félög eru ennþá í henni s.s. Spron, Exista og Straumur. Það er ljóst að það er töluvert í að þessi markaður rétti úr kútnum.Skuldabréf

Verðtryggð ríkisskuldabréf lækkuðu um rúm 1% í vikunni en óverðtryggðu bréfin lækkuðu um  4,4%. Það er takmarkað framboð af verðtryggðum ríkistryggðum bréfum og því er krafa þeirra frekar lág. Það er hins vegar töluvert framboð á hliðarlínunni og því má búast við að krafa verðtryggðra bréfa gefi eftir á næstu vikum.  Óverðtryggðu bréfin gjalda þess að nú er verðbólguskrið samfara mjög háum stýrivöxtum sem óljóst er með hvenær verða lækkaðir. Þau hafa því átt erfitt uppdráttar en við teljum að þau séu góður kostur sé horft til næstu mánaða.

Krónan

Krónan veiktist um 3,81% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði gengisvísitalan í 237,5 stigum. Krónan hefur veikst verulega síðustu vikurnar og vegna væntinga um töluverða veikingu er hún verður sett á flot. Viðskiptum með krónuna verður stýrt eftir að hún verður sett á flot til að koma í veg fyrir flótta úr henni en erlendir fjárfestar koma til með að selja hana að einhverju marki. Þeim verður sem sagt hleypt út en íslenskir fjárfestar fá ekki strax að setja peninga í erlendar fjárfestingar.