Markaðsfréttir 18. – 22. maí 2009

Vikulega birtir Íslensk verðbréf hf. samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.  Þeir sem hafa áhuga á að fá punktana senda til sín geta sent póst þess efnis á iv@iv.is  

Vikulega birtir Íslensk verðbréf hf. samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.  Þeir sem hafa áhuga á að fá punktana senda til sín geta sent póst þess efnis á iv@iv.is

 

 

Innlend hlutabréf

Innlenda hlutabréfavísitalan OMXI6ISK hækkaði um 1,3% í vikunni. Af skráðum hlutafélögum í kauphöllinni hækkaði Alfesca mest, um 9,7% og Century Aluminum um 8,3%. Mest lækkun var hinsvegar á bréfum Bakkavarar 35,2% og Icelandair 7,8%. Velta nam um 2,5 miljörðum á móti 2,9 milljörðum í vikunni á undan. Af veltumestu félögum þá nam veltan með bréf Icelandair nam tæplega 1,9 ma.kr., 325 m.kr með bréf Marels og 135 m.kr með bréf Alfesca.

 

 

Erlend hlutabréf


Helstu hlutabréfamarkaðir hækkuðu í vikunni og nam hækkun  heimshlutabréfavísitölu MSCI um 2,2%. Dax í Þýskalandi hækkaði um 3,8% og S&P 500 í bandaríkjunum um 0,5%. Samnorræna VINX Benchmark vísitalan hækkaði um 2,3%.  Hún hefur hækkað mikið frá áramótum eða um 19,4% og munar þar miklu miðað við margar aðrar vísitölur. Þar má nefna að heimsvísitala hefur hækkað um 2,3% frá áramótum, Nikkei í Japan um 4,1%, Dax í Þýskalandi um 2,3%, en S&P 500 í Bandaríkjunumum og hin breska FTSE hafa báðar lækkað lítillega frá áramótum.      

Á norðurlöndunum er mikið af fyrirtækjum sem eru framarlega á sínu sviði í heiminum og má þar nefna símaframleiðandann Nokia sem er jafnframt stærst norrænna fyrirtækja, HM sem rekur fataverslanir um allan heim, Alfa Laval sem framleiðir ýmsan tækjabúnað fyrir flæðisefni, lásaframleiðandann ASSA Abloy, vinnuvéla og tækjaframleiðendurunar Scania og Volvo, skiparisann A.P. Møller-Mærsk og lyfjafyrirtækin  AstraZeneca og Novo Nordisk. Vægi atvinnugreina er vel dreyft. Þrátt fyrir góðar hækkanir VINX Benchmark vísitölunnar undanfarið eða um 45% frá lágmarki í byrjun mars þá eru mikil tækifæri á norðurlöndunum til lengri tíma.

 


Skuldabréf

 

Heldur hefur hægt á hækkun ríkistryggðra skuldabréfa.  Verðtryggð skuldabréf hækkuðu aðeins um 0,14% en óverðtryggð skuldabréf hækkuðu hins vegar um 1,04%. Markaðurinn er í ákveðinni óvissu núna með vaxtaþróunina vegna mismunandi skilaboða sem berast annars vegar frá stjórnvöldum og SÍ og hins vegar frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Stjórnvöld og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn eru á sitthvorum endanum en SÍ er þar á milli. Það verður fróðlegt að sjá hver ræður í raun stýrivöxtunum, en það ætti að koma í ljós á næsta vaxtaákvörðunardegi sem verður 4. júní n.k.

 


Krónan

 

Krónan veiktist um  2,93% í síðustu viku skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði gengisvísitalan í 229,25 stigum. Krónan hefur verið að veikjast undanfarið og má rekja veikinguna til þess að stórir gjalddagar ríkisbréfa eru í maí og byrjun júní en erlendum fjárfestum er heimilt að breyta vöxtum í erlenda mynt og taka þá heim.  Veik króna er jákvæð að því leiti að neysla á innfluttum vörum dregst saman og útflutningstekjurnar aukast. Til viðbótar er ódýrara fyrir ríkið að borga erlendum fjárfestum vextina sem þeir taka heim. Á móti kemur að núverandi skuldastaða heimila og fyrirtækja versnar, auk þess sem veiking krónunnar skilar sér í hærri verðbólgu vegna verðlagshækkana.