Markaðsfréttir 2.-6. mars 2009

<!-- /* Font Definitions */ @font-face {font-family:"Cambria Math"; panose-1:2 4 5 3 5 4 6 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:roman; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:-1610611985 1107304683 0 0 159 0;} @font-face {font-family:Calibri; panose-1:2 15 5 2 2 2 4 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:swiss; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:-1610611985 1073750139 0 0 159 0;} /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-unhide:no; mso-style-qformat:yes; mso-style-parent:""; margin-top:0cm; margin-right:0cm; margin-bottom:10.0pt; margin-left:0cm; line-height:115%; mso-pagination:widow-orphan; font-size:11.0pt; font-family:"Calibri","sans-serif"; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-ansi-language:EN-US; mso-fareast-language:EN-US;} a:link, span.MsoHyperlink {mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; color:blue; text-decoration:underline; text-underline:single;} a:visited, span.MsoHyperlinkFollowed {mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; color:purple; mso-themecolor:followedhyperlink; text-decoration:underline; text-underline:single;} .MsoChpDefault {mso-style-type:export-only; mso-default-props:yes; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-ansi-language:EN-US; mso-fareast-language:EN-US;} .MsoPapDefault {mso-style-type:export-only; margin-bottom:10.0pt; line-height:115%;} @page Section1 {size:612.0pt 792.0pt; margin:70.85pt 70.85pt 70.85pt 70.85pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} --> Vikulega birtir Íslensk verðbréf hf. samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.  Þeir sem hafa áhuga á að fá punktana senda til sín geta sent póst þess efnis á iv@iv.is

Vikulega birtir Íslensk verðbréf hf. samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.  Þeir sem hafa áhuga á að fá punktana senda til sín geta sent póst þess efnis á iv@iv.is



Innlend hlutabréf

Innlenda hlutabréfavísitalan OMXI6ISK lækkaði um 3,8% í vikunni. Af innlendum skráðum hlutabréfum í kauphöllinni lækkaði Century Aluminum mest, um 51,6% í mjög litlum viðskiptum og Atlantic Petroleum lækkaði um 32,9%.

Eimskip hækkaði mest eða um 38,2%. Þess ber að geta að veltan var mjög lítil með flest félög. Veltan var hinsvegar nokkur með bréf Össurar (726 mkr.), Straums (405 mkr.) og Marel (347 mkr.). Heildarvelta með hlutabréf í íslensku vísitölunni (OMXI6ISK) var samtals 1.482 milljónir í síðustu viku og jókst um rúman fjórðung frá fyrri viku.

 

 

Erlend hlutabréf

Heimshlutabréfavísitala MSCI lækkaði um 7,1% í vikunni, S&P 500 í Bandaríkjunum lækkaði um 7,0%, DAX vísitalan í Þýskalandi um 4,6%, Nikkei í Japan um 7,8% og breska FTSE vísitalan lækkaði um 7,8%. Frá áramótum hefur Heimshlutabréfavísitala MSCI lækkað um 24,2% og hefur hún ekki verið lægri síðan 14. nóvember 1995.

Vikan var mjög slæm og hafa aðilar auknar áhyggjur af því að kreppan verði dýpri og telur Alþjóðabankinn að hagvöxtur í heiminum verði neikvæður í fyrsta sinn frá síðara stríði.

Bankar hafa lent í auknum hremmingum og telja fjárfestar að þeir þurfi að sækja sér aukið hlutafé og að aukin fjöldi banka og annarra fyrirtækja muni leggja upp laupana.

 

 

Skuldabréf

Töluverð breyting var á verði ríkistryggðra skuldabréfa í vikunni, verðtryggð bréf hækkuðu um 1,33% og óverðtryggðu bréfin hækkuðu um 0,54%.

Verðtryggðu bréfin hækkuðu í verði eftir að hafa lækkað vikurnar á undan og má því segja að um verðleiðréttingu hafi verið að ræða. Óverðtryggðu bréfin hækka hins vegar jafnt og þétt í verði.

Það eru áfram væntingar um lága verðbólgu það sem eftir er árs og jafnframt er reiknað með að stýrivextir fari nokkuð hratt lækkandi með vorinu. Þeir bjartsýnustu reikna með að lækkunarferlið hefjist strax í mars.

 

 

Krónan

Krónan styrktist um 0,19% í síðustu viku skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði gengisvísitalan í 186,59 stigum.

Sænska krónan veiktist mest á móti krónu, um 2,73% og Kanada dollar um 1,94%. Af helstu gjaldmiðlum styrktist svissneskur franki mest á móti krónu, um 1,56% og Japanskt jen um 0,8%. Þessi styrking á jeni og franka er algeng þegar hlutabréf lækka mikið. Fjárfestar líta á eignir í umræddum myntum traustar, vegna þess að þeir hafa talið hagkerfi Japans og Sviss vera sterk.

Þessi trú fjárfesta á myntir Japans og Sviss kann að breytast, því útflutningur Japana hefur farið hratt minnkandi og japanska ríkið er mjög skuldsett.  Svissneskir bankar hafa lánað mikið til austur- og mið Evrópu en miklir erfiðleikar eru nú í hagkerfunum þar.  Því er líklegt að jen og franki munu veikjast enn frekar á móti t.d. dollar er líður á árið.