Markaðsfréttir 20. – 24. apríl 2009

<!-- /* Font Definitions */ @font-face {font-family:"Cambria Math"; panose-1:2 4 5 3 5 4 6 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:roman; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:-1610611985 1107304683 0 0 159 0;} @font-face {font-family:Calibri; panose-1:2 15 5 2 2 2 4 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:swiss; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:-1610611985 1073750139 0 0 159 0;} /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-unhide:no; mso-style-qformat:yes; mso-style-parent:""; margin-top:0cm; margin-right:0cm; margin-bottom:10.0pt; margin-left:0cm; line-height:115%; mso-pagination:widow-orphan; font-size:11.0pt; font-family:"Calibri","sans-serif"; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-ansi-language:EN-US; mso-fareast-language:EN-US;} a:link, span.MsoHyperlink {mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; color:blue; text-decoration:underline; text-underline:single;} a:visited, span.MsoHyperlinkFollowed {mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; color:purple; mso-themecolor:followedhyperlink; text-decoration:underline; text-underline:single;} .MsoChpDefault {mso-style-type:export-only; mso-default-props:yes; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-ansi-language:EN-US; mso-fareast-language:EN-US;} .MsoPapDefault {mso-style-type:export-only; margin-bottom:10.0pt; line-height:115%;} @page Section1 {size:612.0pt 792.0pt; margin:70.85pt 70.85pt 70.85pt 70.85pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} --> Vikulega birtir Íslensk verðbréf hf. samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.  Þeir sem hafa áhuga á að fá punktana senda til sín geta sent póst þess efnis á iv@iv.is

Vikulega birtir Íslensk verðbréf hf. samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.  Þeir sem hafa áhuga á að fá punktana senda til sín geta sent póst þess efnis á iv@iv.is

 

 

Innlend hlutabréf

Innlenda hlutabréfavísitalan OMXI6ISK lækkaði um 2,3% í vikunni. Af skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni hækkaði einungis eitt félag, en það var Bakkavör sem hækkaði um 1,8%. Mest lækkuðu bréf Marels um 11,8% og Century Aluminum um 3,6%. Velta nam einungis 394 milljónum króna en var 621 milljón í vikunni á undan. Veltan var að mestu leyti með bréf Marels.

Stöðugt hefur dregið úr veltu og sýnir það minnkandi áhuga á innlendum hlutabréfum. Þrátt fyrir verulega hækkun á erlendum mörkuðum hefur það ekki haft áhrif hér á landi. Fjárfestar eru enn skaddaðir eftir hrunið og þeir sem enn hafa laust fé ráðstafa því inn á bankabækur eða í ríkistryggð verðbréf.

Ekki má búast við auknum áhuga fyrr en vextir hafa lækkað verulega og óvissa um stöðu hagkerfisins hefur minnkað.

 

 

Erlend hlutabréf

Heimshlutabréfavísitala MSCI hækkaði um 0,1% í vikunni, breska FTSE vísitalan hækkaði um 1,5%, S&P 500 í Bandaríkjunum lækkaði um 0,4%, DAX vísitalan í Þýskalandi lækkaði um 0,05%, en Nikkei í Japan lækkaði um 2,2%. Frá áramótum hefur heimsvísitalan lækkað um 4,1%.

Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í stærri ríkjum virðast hafa áhrif á heimshagkerfið. Þó er líklegt að markaðir munu standa í stað eða síga aðeins enda hafa hækkanir verið mjög miklar undanfarnar sex vikur.

 

 

Skuldabréf

Verð verðtryggðra skuldabréfa hækkaði um 1,0% í vikunni og verð óverðtryggðra skuldabréfa hækkaði um 1,6%. Verðbólguálag er lægst til fjögurra ára eða 2,1%, en til sjö ára er það um 2,9% og er það örlítil lækkun í vikunni.

Erfitt er að átta sig á þessari lækkun, en gengisveiking krónunnar ætti að leiða til væntinga um aukna verðbólgu og þar með að hækka verðbólguálagið. Álagið er þó líklega í neðri mörkunum sé miðað við sögulega verðbólgu á Íslandi.

 

 

Krónan

Krónan veiktist um 2,2% í síðustu viku skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði gengisvísitalan í 223,7 stigum.

Af helstu myntum þá styrktist sænsk króna mest, um 4,2% og voru japanskt jen, svissneskur franki og norsk króna í kringum 3,5% styrkingu á móti krónu. Aðrar myntir styrktust minna og nam styrking bankaríkja dals 1,1% en pundið var óbreytt.

Unnið er að því af yfirvöldum að minnka þrýsting á krónunni. Þar hefur verið rætt um að skipta út innlendum krónu eignum erlendra fjárfesta fyrir skuldabréf innlendra fyrirtækja sem hafa erlendar tekjur. Einnig er Century Aluminum að ræða við eigendur jöklabréfa um að koma að fjármögnun álversins í Helguvík með því að breyta jöklabréfum í skuldabréf í dollurum á Century Aluminum og þannig fjármagna innlendan kostnað álversins.

Hvoru tveggja væri mjög jákvætt fyrir Ísland því það veitir fjármögnun inn í landið og dregur úr hættu á snörpu útflæði gjaldeyris með tilheyrandi gengisveikingu krónunnar.