Markaðsfréttir 21.-25. júlí 2008

Vikan 21. – 25 júlí 2008

Hlutabréf

Hlutabréf (OMXI15) lækkuðu um 0,50% í vikunni. Mjög lítil velta er á markaði og fá viðskipti.  Í síðustu viku hækkuðu tvö félög í OMXI15 vísitölunni en mest hækkuðu Teymi um 3,33% og Icelandair um 2,71%. Exista lækkaði mest allra félaga, um 5,57% og Landsbankinn um 3,46%.  Á næstu dögum er von á sex mánaða uppgjörum hlutafélaga á markaði.

Skuldabréf

Velta á skuldabréfamarkaði nam um 66.6 milljörðum. Verðbólgumæling fyrir júlí var hærri en almennt var búist við og er tólf mánaða verðbólga nú 13,6%.  Í vikunni lækkaði krafa íbúðabréfa, sérstaklega í styttri endanum eftir útgáfu  verðbólgutalnanna.   Krafa allra ríkisbréfa hækkaði hinsvegar í vikunni.  Útboð á RIKB 09 og RIKB 19 fór fram í vikunni, ekki var mikil eftirspurn eftir RIKB 09 en ágæt eftirspurn eftir RIKB 19.

Krónan

Krónan veiktist um 2,77% í vikunni og endaði gengisvísitalan í 163,95 föstudaginn 25. júlí. Krónan veiktist alla fimm daga vikunnar en þó nokkrar sveiflur voru þó innan dags.    Óvissan á alþjóðlegum mörkuðum heldur krónunni veikri og lánsfjárkreppan hefur meðal annars þau áhrif að gjaldeyrisflæði til Íslands er í lágmarki og krónan helst þar af leiðandi veik. Þrátt fyrir aðgerðir Seðlabankans, svosem  útgáfa  innstæðubréfa og stækkun  nokkurra flokka ríkisbréfa þá virðist það ekki duga til að styðja við krónuna.