Markaðsfréttir 23.-27. júní

Hlutabréf (OMXI15) lækkuðu um 2,1% í vikunni. Lækkun hefur verið í þrjár af seinustu fjórum vikum. Í síðustu viku hækkaði Icelandair mest, eða um 5,9% og Landsbankinn um 1,08%. Exista lækkaði um 11,63% sem var mesta lækkun vikunnar. Spron lækkaði um 9,51% og Bakkavör um 9,16% en aðrir lækkuðu mun minna. Velta á markaðinum er enn lítil, stórir aðilar halda að sér höndum en minni aðilar selja markaðinn niður. Í vikunni náði markaðurinn sínu lægsta gildi frá áramótum og nemur lækkun hans nú um 30% frá áramótum. Framhaldið er í óvissu og ljóst er að svartsýni ásamt erfiðu aðgengi lánsfjár verður dragbítur hlutabréfamarkaðarins eitthvað áfram. Aðstæður á erlendum mörkuðum er þar stærsti áhrifavaldurinn.Skuldabréf Skuldabréfamarkaður var líflegur í vikunni líkt og undanfarið.  Nokkur viðsnúningur var frá síðustu viku og hækkuðu bæði óverðtryggð og verðtryggð skuldabréf þó svo að hækkunin næði ekki að vinna upp lækkun síðustu viku. Verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,15% og óverðtryggð um 0,73%.  Síðast liðinn fimmtudag fór fram útboð á tveimur flokkum óverðtryggðra ríkisbréfa. Óskað var eftir tilboðum í 25 ma.kr. og bárust tilboð í nær tvöfalda þá upphæð. Í kjölfar útboðsins lækkaði ávöxtunarkrafa umræddra flokka og virðist því eftirspurn eftir bréfum sem þessum töluverð. Hagstofa Íslands birti mælingu á vísitölu neysluverðs sama dag og hækkaði vísitalan um 0,89% frá fyrra mánuði. Næstkomandi fimmtudag er vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands (SÍ). Komi fram einhver teikn um að lækkun vaxta gæti verið í nánd má búast við lækkandi ávöxtunarkröfu óverðtryggðra ríkisbréfa en að sama skapi gæti dregið úr eftirspurn eftir verðtryggðum bréfum vegna minni verðbólguvæntinga.Krónan Krónan veiktist um 2,12% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ. Miklar sveiflur einkenndu vikuna og styrktist krónan mikið á miðvikudag eða um rúm 4%. Þetta er næst mesta styrking síðan flotgengisstefnan var tekin upp í mars 2001. Líklegt er að kaup á krónum í tengslum við útboð ríkisvíxla á fimmtudag hafi haft töluverð áhrif til styrkingar. Mikill áhugi í útboðinu bendir til þess að erlendir aðilar eru tilbúnir að fjárfesta á háum krónuvöxtum við núverandi stöðu krónunnar. Hinsvegar er vaxtamunur í vaxtaskiptasamningum (Swap) með krónuna lítill eða enginn og því lítill áhuga að fara þá leið. Í ljósi mikillar óvissu eru aðilar ekki tilbúnir að taka stöðu með krónunni nema þeir fái ríkulega vexti og því líklegt að krónan hafi litla möguleika á verulegri styrkingu fyrr en fyrrnefndur vaxtamunur aukist að nýju.  

Hlutabréf (OMXI15) lækkuðu um 2,1% í vikunni. Lækkun hefur verið í þrjár af seinustu fjórum vikum. Í síðustu viku hækkaði Icelandair mest, eða um 5,9% og Landsbankinn um 1,08%. Exista lækkaði um 11,63% sem var mesta lækkun vikunnar. Spron lækkaði um 9,51% og Bakkavör um 9,16% en aðrir lækkuðu mun minna. Velta á markaðinum er enn lítil, stórir aðilar halda að sér höndum en minni aðilar selja markaðinn niður. Í vikunni náði markaðurinn sínu lægsta gildi frá áramótum og nemur lækkun hans nú um 30% frá áramótum. Framhaldið er í óvissu og ljóst er að svartsýni ásamt erfiðu aðgengi lánsfjár verður dragbítur hlutabréfamarkaðarins eitthvað áfram. Aðstæður á erlendum mörkuðum er þar stærsti áhrifavaldurinn.

Skuldabréf

Skuldabréfamarkaður var líflegur í vikunni líkt og undanfarið.  Nokkur viðsnúningur var frá síðustu viku og hækkuðu bæði óverðtryggð og verðtryggð skuldabréf þó svo að hækkunin næði ekki að vinna upp lækkun síðustu viku. Verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,15% og óverðtryggð um 0,73%.  Síðast liðinn fimmtudag fór fram útboð á tveimur flokkum óverðtryggðra ríkisbréfa. Óskað var eftir tilboðum í 25 ma.kr. og bárust tilboð í nær tvöfalda þá upphæð. Í kjölfar útboðsins lækkaði ávöxtunarkrafa umræddra flokka og virðist því eftirspurn eftir bréfum sem þessum töluverð. Hagstofa Íslands birti mælingu á vísitölu neysluverðs sama dag og hækkaði vísitalan um 0,89% frá fyrra mánuði. Næstkomandi fimmtudag er vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands (SÍ). Komi fram einhver teikn um að lækkun vaxta gæti verið í nánd má búast við lækkandi ávöxtunarkröfu óverðtryggðra ríkisbréfa en að sama skapi gæti dregið úr eftirspurn eftir verðtryggðum bréfum vegna minni verðbólguvæntinga.

Krónan

Krónan veiktist um 2,12% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ. Miklar sveiflur einkenndu vikuna og styrktist krónan mikið á miðvikudag eða um rúm 4%. Þetta er næst mesta styrking síðan flotgengisstefnan var tekin upp í mars 2001. Líklegt er að kaup á krónum í tengslum við útboð ríkisvíxla á fimmtudag hafi haft töluverð áhrif til styrkingar. Mikill áhugi í útboðinu bendir til þess að erlendir aðilar eru tilbúnir að fjárfesta á háum krónuvöxtum við núverandi stöðu krónunnar. Hinsvegar er vaxtamunur í vaxtaskiptasamningum (Swap) með krónuna lítill eða enginn og því lítill áhuga að fara þá leið. Í ljósi mikillar óvissu eru aðilar ekki tilbúnir að taka stöðu með krónunni nema þeir fái ríkulega vexti og því líklegt að krónan hafi litla möguleika á verulegri styrkingu fyrr en fyrrnefndur vaxtamunur aukist að nýju.