Markaðsfréttir 23.-27. mars 2009

<!-- /* Font Definitions */ @font-face {font-family:"Cambria Math"; panose-1:2 4 5 3 5 4 6 3 2 4; mso-font-charset:1; mso-generic-font-family:roman; mso-font-format:other; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:0 0 0 0 0 0;} @font-face {font-family:Calibri; panose-1:2 15 5 2 2 2 4 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:swiss; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:-1610611985 1073750139 0 0 159 0;} /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-unhide:no; mso-style-qformat:yes; mso-style-parent:""; margin-top:0cm; margin-right:0cm; margin-bottom:10.0pt; margin-left:0cm; line-height:115%; mso-pagination:widow-orphan; font-size:11.0pt; font-family:"Calibri","sans-serif"; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-ansi-language:EN-US; mso-fareast-language:EN-US;} a:link, span.MsoHyperlink {mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; color:blue; text-decoration:underline; text-underline:single;} a:visited, span.MsoHyperlinkFollowed {mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; color:purple; mso-themecolor:followedhyperlink; text-decoration:underline; text-underline:single;} .MsoChpDefault {mso-style-type:export-only; mso-default-props:yes; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-ansi-language:EN-US; mso-fareast-language:EN-US;} .MsoPapDefault {mso-style-type:export-only; margin-bottom:10.0pt; line-height:115%;} @page Section1 {size:612.0pt 792.0pt; margin:70.85pt 70.85pt 70.85pt 70.85pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} --> Vikulega birtir Íslensk verðbréf hf. samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.  Þeir sem hafa áhuga á að fá punktana senda til sín geta sent póst þess efnis á iv@iv.is

Vikulega birtir Íslensk verðbréf hf. samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.  Þeir sem hafa áhuga á að fá punktana senda til sín geta sent póst þess efnis á iv@iv.is

 

 

Innlend hlutabréf

Innlenda hlutabréfavísitalan OMXI6ISK var óbreytt í vikunni. Af skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni hækkaði Century Aluminum mest, um 21,2% og Færeyjabanki um 5,3%. Mest lækkuðu bréf Marels, um 7,3%, bréf Össurar um 6,8%.

Talsvert var rætt um Össur og Marel í fréttum, en Össur lækkar eftir mikla hækkun vikuna á undan í kjölfar aukins áhuga en einnig seldu stjórnendur bréf sín. Hjá Marel voru forstjóraskipti en einnig var greint frá auknum áhuga erlendra aðila en það hefði öllu jafna átt að leiða til hækkandi gengis.

Velta innlendra hlutabréfa var einungis 993 miljónir króna og voru viðskipti með bréf Marels um 80% af heildarveltunni. Velta með bréf Össurar var 183 miljónir en hverfandi með bréf annarra félaga.

 

 

 

Erlend hlutabréf

Heimshlutabréfavísitala MSCI hækkaði um 4,4% í vikunni, S&P 500 í Bandaríkjunum hækkaði um 6,2%, DAX vísitalan í Þýskalandi um 3,3%, Nikkei í Japan um 8,6% og breska FTSE vísitalan hækkaði um 1,5%. Frá áramótum er lækkun áðurnefndra vísitalna á bilinu 9,7-12,6%, nema Nikkei í Japan hefur lækkað minna eða um 2,6%. 

Hægt hefur á hækkunum á hlutabréfum og fjárfestar seldu markaði niður undir lok vikunnar. Bílaiðnaðurinn í bandaríkjunum og víðar berst fyrir lífi sínu og líklegt er að gjaldþrot stórra bílaframleiðenda hafi neikvæð keðjuverkandi áhrif um allan heim.

 

                               

 

Skuldabréf

Verð verðtryggðra skuldabréfa lækkaði um 1,3% í vikunni en verð óverðtryggðra skuldabréfa hækkaði um 0,6%. Verðbólguálag hefur lækkað mjög mikið, ekki síst eftir birtingu Hagstofunnar á verðlagsmælingum.

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,59% og gildir sú breyting til verðtryggingar í apríl. Einnig er búist við lítilli hækkun næstu misseri. Verðbólguálag, þ.e. mismunur á óverðtryggðum og verðtryggðum skuldabréfum með jafnlangan meðallíftíma er nú lægst til fjögurra ára eða um 2,5%.

Verðbólguálag gefur vísbendingu um væntingar markaðarins um það hversu há verðbólga verði yfir ákveðið tímabil. Verð ríkistryggðra bréfa er mjög hagstætt, hvort sem um er að ræða fjárfesti sem vill geyma fé sitt á verðtryggðan eða óverðtryggðan hátt.

Sem dæmi þá er ávöxtunarkrafa á stystu íbúabréfunum (HFF 14) svipuð og vextir á verðtryggðum bankabókum, en við vaxtalækkun munu vextir bankareikninga lækka en líklegt er að verðgildi skuldabréfanna hækki.

 

 

 

 Krónan

Krónan veiktist um 4,2% í síðustu viku skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði gengisvísitalan í 206,8 stigum. Nemur veikingin um 10% á tveimur vikum. Talið var að helsta ástæða veikingarinnar væri gjalddagi ríkisskuldabréfa en nú er ljóst að gjaldeyrir sem útflytjendur eignast skilar sér illa inn á krónumarkaðinn og að sífellt fleiri fara á svig við reglur seðlabankans.

Þegar gjaldeyrishöftin og skilaskylda á gjaldeyri voru sett á bentu ýmsir á það að  lög sem þessi myndu ekki skila tilætluðum árangri nema í mjög skamman tíma og virðist það vera að ganga eftir. Seðlabankinn hefur verið mjög ráðandi á gjaldeyrismarkaði frá áramótum en hefur haldið að sér höndum í mars. Bankinn hefur því leyft genginu að fljóta.