Markaðsfréttir 24. -28. nóvember 2008

Vikan 24. nóvember - 28.  nóvember, 2008 HlutabréfHlutabréf hækkuðu almennt í verði  í vikunni. Atorka hækkaði mest eða um 78% í fáum og smáum viðskiptum. Bakkavör hækkaði um tæp 10% í töluverðum viðskiptum.  Össur lækkaði um rúm 4% og var eina félagið sem lækkaði.

Vikan 24. nóvember - 28.  nóvember, 2008

Hlutabréf

Hlutabréf hækkuðu almennt í verði  í vikunni. Atorka hækkaði mest eða um 78% í fáum og smáum viðskiptum. Bakkavör hækkaði um tæp 10% í töluverðum viðskiptum.  Össur lækkaði um rúm 4% og var eina félagið sem lækkaði. Síðastliðin föstudag voru settar reglur um gjaldeyrisviðskipti sem koma til með að hafa hamlandi áhrif á viðskipti með færeysku félögin en uppgjör þeirra fer fram í dönskum krónum. Þetta er enn eitt áfallið sem hlutabréfamarkaðurinn verður fyrir og var ekki á bætandi. Það eru þó einhverjar líkur á að reglurnar verði rýmkaðar þ.a. hlutabréfamarkaðurinn beri ekki skaða af þeim.

Skuldabréf

Verðtryggð ríkisskuldabréf lækkuðu um rúm 2,79% í vikunni en óverðtryggðu bréfin hækkuðu um  6,17%. Ástæða þessara hreyfinga eru gjaldeyrislögin sem afgreidd voru frá alþingi aðfararnótt  s.l. föstudags. Fjárfestar vænta þess að krónan styrkist á næstu vikum sem ætti að draga verulega úr verðbólgu og jafnvel leiða til verðhjöðnunar á næstu mánuðum. Í tengslum við þetta ættu stýrivextir SÍ að lækka hratt.

Krónan

Krónan veiktist um 2,58% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði gengisvísitalan í 243,6 stigum. Búast má við að krónan styrkist í kjölfar nýrra  laga um gjaldeyrisviðskipti. Viðskiptum með krónuna verður stýrt eftir að hún verður sett á flot til að koma í veg fyrir flótta úr henni en erlendir fjárfestar koma til með að selja hana að einhverju marki. Þeim verður sem sagt hleypt út í skömmtum en íslenskir fjárfestar fá ekki strax að setja peninga í erlendar fjárfestingar. Það sama gildir með erlenda fjárfesta hvað varðar innlenda markaðinn. Þeim er óheimilt að koma inn með nýtt fé.