Markaðsfréttir 26.-30. janúar

<!-- /* Font Definitions */ @font-face {font-family:"Cambria Math"; panose-1:2 4 5 3 5 4 6 3 2 4; mso-font-charset:1; mso-generic-font-family:roman; mso-font-format:other; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:0 0 0 0 0 0;} @font-face {font-family:Calibri; panose-1:2 15 5 2 2 2 4 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:swiss; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:-1610611985 1073750139 0 0 159 0;} /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-unhide:no; mso-style-qformat:yes; mso-style-parent:""; margin-top:0cm; margin-right:0cm; margin-bottom:10.0pt; margin-left:0cm; line-height:115%; mso-pagination:widow-orphan; font-size:11.0pt; font-family:"Calibri","sans-serif"; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-ansi-language:EN-US; mso-fareast-language:EN-US;} .MsoChpDefault {mso-style-type:export-only; mso-default-props:yes; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-ansi-language:EN-US; mso-fareast-language:EN-US;} .MsoPapDefault {mso-style-type:export-only; margin-bottom:10.0pt; line-height:115%;} @page Section1 {size:612.0pt 792.0pt; margin:70.85pt 70.85pt 70.85pt 70.85pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} --> Innlend hlutabréfHlutabréf héldu áfram að sveiflast í vikunni. Straumur hækkaði mest, 36,59%, en Eimskip lækkaði mest, 22,48%.

Innlend hlutabréf

Hlutabréf héldu áfram að sveiflast í vikunni. Straumur hækkaði mest, 36,59%, en Eimskip lækkaði mest, 22,48%.

Önnur félög voru með mun minni breytingar og endaði OMXI6ISK vísitalan í 4,93 hækkun. Velta er enn lítil. Óvissa um afdrif einstakra félaga er mikil og má nefna Bakkavör, Straum og Alfesca. Þau tvö fyrrnefndu gætu lent í verulegum vandræðum samfara versnandi ástandi á lánsfjármörkuðum en hjá Alfesca er óvissa með eignarhald.

Erlend hlutabréf               

Erlend hlutabréf hækkuðu víða í vikunni og hækkaði heimsvísitala MSCI um 1,63% og hafa þau lækkað um 8,8% frá áramótum. Í vikunni lækkaði S&P 500 um 0,73%, DAX vísitalan í Þýskalandi hækkaði um 3,81%, Nikkei í Japan hækkaði um 3,21% og breska FTSE vísitalan hækkaði um 2,4%. Fréttir af vaxandi vandræðum berast frá Bretlandi og Japan og getur það haft veruleg vandræði á þróun mála í heiminum.

Skuldabréf

Verðtryggð ríkisskuldabréf hækkuðu um 0,8% í vikunni en óverðtryggðu bréfin hækkuðu um 4,9%. Mikla hækkun á óverðtryggðum bréfum má rekja til væntinga um að stýrivextir muni lækka mjög skarpt á næstu mánuðum. Einnig virðist hafa dregið mjög úr verðbólguvæntingum markaðarins. Ekki er loku fyrir það skotið að miklar hækkanir á óverðtryggðum skuldabréfum kunni að ganga til baka að einhverju leyti, þar sem mikil óvissa er um þróun á gengi krónunnar og þar með um verðbólguhorfur næstu mánuði.

Krónan

Krónan styrktist um 8,8% í síðustu viku skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði gengisvísitalan í 192,28 stigum. Þróun einstakra gjaldmiðla gagnvart krónu var mjög mismunandi, dollar gaf eftir um 9,62%, evra, 9,21%, breskt pund 4,94% og japanskt jen 10,85%. Innlendir aðilar virðast vera að taka gjaldeyri heim og skipta í krónur. Ástæður þess geta verið að greiðslufrestur vegna útfluttra vara hefur lengst og því skila tekjur af útflutningur frá því í desember seinna en ella. Einnig hafa greiðslufrestir á innflutning styðst sem hefur aukið útflæði til skemmri tíma. Á markaði sem þessum þar sem höft ríkja og háir vextir eru á innlendum gjaldmiðli er töluverð hjarðfylgni og ef aðilar sem eiga gjaldmiðil selja hann og kaupa krónur er líklegt að aðrir geri slíkt hið sama. Þannig vilja þeir forðast gengistap og njóta hárra innlendra vaxta.