Markaðsfréttir 30. júní.-4. júlí

Vikan 30. júní - 4. júlí 2008Hlutabréf Hlutabréf (OMXI15) lækkuðu um 2,76% í vikunni. Lágdeyða er á markaðinum og sumarfrí er allsráðandi. Velta er lítil og fáir þátttakendur á markaði þessa dagana. Í síðustu viku hækkuðu aðeins tvö félög í OMXI15 vísitölunni en það voru Icelandair með 3,41% hækkun og Spron um 2,1%. Bakkavör lækkaði mest, um 8,39%, Exista um 5,92% og Atorka um 5,28%. Stóru bankarnir lækkuðu allir, um 1,93% til 2,73%. Í vikunni náði markaðurinn enn og aftur sínu lægsta gildi frá áramótum. Erlendir markaðir hafa haldið áfram að lækka samfara aukinni áhættufælni og væntingum um minnkandi hagvöxt og hefur innlendur markaður fylgt þeirri stefnu. Fátt bendir til verulegs viðsnúnings í bráð.SkuldabréfSeðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti þann 3. júlí s.l. Á kynningarfundi bankans kom m.a. fram að veiking krónunnar hefði skilað sér fyrr út í verðlag en búist var við og m.v. forsendur bankans væri vaxtalækkunar ekki að vænta fyrr en á fyrsta ársfjórðungi 2009. Tilkynningin hafði töluverð áhrif á þróun skuldabréfa og lækkuðu óverðtryggð skuldabréf eftir að hafa hækkað fyrri hluta vikunnar. Lækkun óverðtryggðra skuldabréfa í vikunni nam 0,33% á meðan verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,65%. Gengi ríkisskuldabréfa næstu mánuði mun ráðast m.a. af því hversu hratt dregur úr verðbólgu og þá hvort líkur verði á að bið eftir lækkun stýrivaxta verði styttri en Seðlabankinn gerir nú ráð fyrir.KrónanKrónan styrktist um 5,49% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ. Þrjá daga var mikil styrking en smávægileg lækkun í tvo daga. Gjaldeyrismarkaðurinn tók vel í vaxtaákvörðun og ummæli SÍ og styrktist krónan töluvert seinni hluta þess dags. Krónan er mjög veik nú um stundir og ýmsir stærri aðilar eru að selja erlendar eignir og færa yfir í innlendar. Það veldur styrkingu á krónunni. Slíkar aðgerðir valda gjarnan hjarðhegðun og hafa aukið ásókn í krónuna, því aðilar vilja ekki missa ekki af vagninum. Vaxtamunurinn er enn mjög lítill í vaxtaskiptasamningum (Swap) með krónuna en er þó að aukast. Ástæða þess er líklega skortur á krónum í umferð fremur en bætt kjör á lánalínum bankanna. Þó er ástandið mjög brothætt og gæti snúist í veikingu án mikils tilefnis.

Vikan 30. júní - 4. júlí 2008

Hlutabréf

Hlutabréf (OMXI15) lækkuðu um 2,76% í vikunni. Lágdeyða er á markaðinum og sumarfrí er allsráðandi. Velta er lítil og fáir þátttakendur á markaði þessa dagana. Í síðustu viku hækkuðu aðeins tvö félög í OMXI15 vísitölunni en það voru Icelandair með 3,41% hækkun og Spron um 2,1%. Bakkavör lækkaði mest, um 8,39%, Exista um 5,92% og Atorka um 5,28%. Stóru bankarnir lækkuðu allir, um 1,93% til 2,73%. Í vikunni náði markaðurinn enn og aftur sínu lægsta gildi frá áramótum. Erlendir markaðir hafa haldið áfram að lækka samfara aukinni áhættufælni og væntingum um minnkandi hagvöxt og hefur innlendur markaður fylgt þeirri stefnu. Fátt bendir til verulegs viðsnúnings í bráð.

Skuldabréf

Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti þann 3. júlí s.l. Á kynningarfundi bankans kom m.a. fram að veiking krónunnar hefði skilað sér fyrr út í verðlag en búist var við og m.v. forsendur bankans væri vaxtalækkunar ekki að vænta fyrr en á fyrsta ársfjórðungi 2009. Tilkynningin hafði töluverð áhrif á þróun skuldabréfa og lækkuðu óverðtryggð skuldabréf eftir að hafa hækkað fyrri hluta vikunnar. Lækkun óverðtryggðra skuldabréfa í vikunni nam 0,33% á meðan verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,65%. Gengi ríkisskuldabréfa næstu mánuði mun ráðast m.a. af því hversu hratt dregur úr verðbólgu og þá hvort líkur verði á að bið eftir lækkun stýrivaxta verði styttri en Seðlabankinn gerir nú ráð fyrir.

Krónan

Krónan styrktist um 5,49% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ. Þrjá daga var mikil styrking en smávægileg lækkun í tvo daga. Gjaldeyrismarkaðurinn tók vel í vaxtaákvörðun og ummæli SÍ og styrktist krónan töluvert seinni hluta þess dags. Krónan er mjög veik nú um stundir og ýmsir stærri aðilar eru að selja erlendar eignir og færa yfir í innlendar. Það veldur styrkingu á krónunni. Slíkar aðgerðir valda gjarnan hjarðhegðun og hafa aukið ásókn í krónuna, því aðilar vilja ekki missa ekki af vagninum. Vaxtamunurinn er enn mjög lítill í vaxtaskiptasamningum (Swap) með krónuna en er þó að aukast. Ástæða þess er líklega skortur á krónum í umferð fremur en bætt kjör á lánalínum bankanna. Þó er ástandið mjög brothætt og gæti snúist í veikingu án mikils tilefnis.