Markaðsfréttir 30. mars - 3. apríl 2009

<!-- /* Font Definitions */ @font-face {font-family:"Cambria Math"; panose-1:2 4 5 3 5 4 6 3 2 4; mso-font-charset:1; mso-generic-font-family:roman; mso-font-format:other; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:0 0 0 0 0 0;} @font-face {font-family:Calibri; panose-1:2 15 5 2 2 2 4 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:swiss; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:-1610611985 1073750139 0 0 159 0;} /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-unhide:no; mso-style-qformat:yes; mso-style-parent:""; margin-top:0cm; margin-right:0cm; margin-bottom:10.0pt; margin-left:0cm; line-height:115%; mso-pagination:widow-orphan; font-size:11.0pt; font-family:"Calibri","sans-serif"; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-ansi-language:EN-US; mso-fareast-language:EN-US;} a:link, span.MsoHyperlink {mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; color:blue; text-decoration:underline; text-underline:single;} a:visited, span.MsoHyperlinkFollowed {mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; color:purple; mso-themecolor:followedhyperlink; text-decoration:underline; text-underline:single;} .MsoChpDefault {mso-style-type:export-only; mso-default-props:yes; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-ansi-language:EN-US; mso-fareast-language:EN-US;} .MsoPapDefault {mso-style-type:export-only; margin-bottom:10.0pt; line-height:115%;} @page Section1 {size:612.0pt 792.0pt; margin:70.85pt 70.85pt 70.85pt 70.85pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} --> Vikulega birtir Íslensk verðbréf hf. samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.  Þeir sem hafa áhuga á að fá punktana senda til sín geta sent póst þess efnis á iv@iv.is

Vikulega birtir Íslensk verðbréf hf. samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.  Þeir sem hafa áhuga á að fá punktana senda til sín geta sent póst þess efnis á iv@iv.is

 

 

 

Innlend hlutabréf

Innlenda hlutabréfavísitalan OMXI6ISK hækkaði um 0,15% í vikunni. Af skráðum hlutabréfum í kauphöllinni hækkaði Century Aluminum mest, um 43,7% og Færeyjabanki hækkaði um 5,0%. Mest lækkuðu bréf Icelandair, um 28,6%, og bréf Bakkavara um 7,4%. Velta nam einungis 531 milljón og byggðist að stærstum hluta á veltu með bréf Össurar og Marels.

Bakkavör birti uppgjör sitt og tapaði félagið 98,5 miljónum punda á fjórða fjórðungi og 154,2 milljónum punda á árinu. Einskiptiskostnaður m.a. vegna endurskipulagningar rekstrar og taps af fjárfestingum í öðrum félögum nam 177 milljónum punda. Hinsvegar sjá stjórnendur félagsins fram á bjartari tíma og hefur fjármögnun allra rekstrarfélaga Bakkavarar verið tryggð til 30. mars 2012.  Stjórnendur eru bjartsýnir á að það takist að semja við kröfuhafa móðurfélagsins. Gert er ráð fyrir góðri afkomu og auknu sjóðstreymi á árinu 2009.

 

 

 

Erlend hlutabréf

Heimshlutabréfavísitala MSCI hækkaði um 3,7% í vikunni, S&P 500 í Bandaríkjunum hækkaði um 3,3%, DAX vísitalan í Þýskalandi um 4,3%, Nikkei í Japan um 1,4% og breska FTSE vísitalan hækkaði um 3,4%. Frá áramótum er lækkun áðurnefndar vísitalna á bilinu 6,7 til 9,1%, nema Japan hefur lækkað minna eða um 1,2%. 

Hækkanir eru víða orðnar verulegar frá lægsta 52 vikna gildi og hefur S&P 500 hækkað um 26%, DAX um 32% og Xinhua 25 í Kína um 60%. Heimsvísitala fjármála hefur hækkað um 60%. Nú hefur markaðurinn hækkað nær stöðugt í 4 vikur og sífellt fleiri telja að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til nái heimshagkerfinu af stað á nýjan leik.

Sífellt fleiri merki sýna að markaðurinn gæti verið að taka varanlega við sér, en óvissa er enn mjög mikil og verð lág þrátt fyrir töluverðar hækkanir undanfarið.

 

 

 

Skuldabréf

Verð verðtryggðra skuldabréfa lækkaði um 0,46% í vikunni en verð óverðtryggðra skuldabréfa hækkaði um 1,54%. Verðbólguálag hefur lækkað mjög mikið, ekki síst eftir birtingu Hagstofunnar á verðlagsmælingum.

Verðhjöðnun í apríl hefur mikil áhrif á þessa verðþróun þar sem ekki er vænlegt að vera verðtryggður í verðhjöðnunarmánuði. Það eru ennfremur væntingar um að það verði einnig verðhjöðnun í maí og því eru áhrifin sterkari en ella. Fasteignaverð og vextir hafa farið lækkandi og hefur þetta tvennt einna mest áhrif á verðlagið. Á móti kemur hins vegar að krónan hefur veikst töluvert undanfarið sem ýtir upp verði á neysluvörum s.s. mat og eldsneyti.

Aðrir liðir sem hafa áhrif á verð skuldabréfa eru úttektir á séreignarsparnaði en þær ýta undir framboð ríkisbréfa sem getur leitt til verðlækkana.

 

 

 

Krónan

Krónan styrktist um 0,5% í síðustu viku skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði gengisvísitalan í 206,6 stigum. Gjaldeyrislög voru hert í vikunni og stóðu vonir til þess að það næði að snúa krónunni til styrkingar. Slíkt var ekki raunin og er það verulegt áhyggjuefni, sér í lagi þar sem áhættufælni hefur minnkað í heiminum með tilheyrandi hækkunum hlutabréfa, lækkandi skuldatryggingaálögum og veikingu lágvaxtamynta s.s. japanskt jen.

Óvissa um hvernig íslenskt hagkerfi muni komast frá kreppunni er mjög mikil og virðast fjárfestar forðast allt sem tengist Íslandi.  Til að draga úr umræddri óvissu er mikilvægast að ganga frá formlegri stofnun nýju bankanna og losa um krónubréfahengjuna.

Aðkoma erlendra aðila að nýju bönkunum eða fjárfesting í öðrum innlendum rekstri og fjárfesting þeirra hér á landi til lengri tíma í stað krónubréfa er af mörgum talið óumflýjanlegt skref í uppbyggingu Íslands.