Markaðsfréttir 7.-11. júlí

Vikan 7. – 11. júlí 2008HlutabréfHlutabréf (OMXI15) lækkuðu um 1,83% í vikunni. Velta er enn lítil og engir peningar að streyma inn á markaðinn. Í síðustu viku hækkuðu aðeins tvö félög í OMXI15 vísitölunni en það voru Marel með 1,71% hækkun og Atorka með 0,33% hækkun. Bakkavör lækkaði mest allra félaga, um 6,69% og Exista um 6,43%. Markaðurinn náði sínu lægsta gildi frá áramótum enn og aftur. Erlendir markaðir sveifluðust mikið og er ástæða þess að sífellt meiri vandræði fjármálastofnana er að koma í ljós.SkuldabréfTöluverð velta var á skuldabréfamarkaði í vikunni. Verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,59% á meðan óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,68%. Í byrjun vikunnar birti ein greiningardeildanna verðbólguspá upp á 1,6% fyrir júlí og hefur sú spá án efa haft sitt að segja um verðþróun skuldabréfa í vikunni.  Síðan þá hefur komið fram spá sem gerir ráð fyrir töluvert minni verðbólgu eða 0,5%. Á fimmtudag gaf Seðlabankinn út áætlun um útboð ríkisbréfa en samkvæmt henni stendur til að gefa út ríkisbréf fyrir 68 ma.kr. það sem eftir er af árinu. Mest verður gefið út af tveimur flokkum sem eru á gjalddaga 2009 og 2010 eða 25 ma.kr. af hvorum flokki. Gengi ríkisskuldabréfa næstu mánuði mun ráðast m.a. af því hversu hratt dregur úr verðbólgu og hvenær hylla tekur undir lækkun stýrivaxta.KrónanKrónan styrktist um 1,5% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ. Þrjá daga var styrking, en veiking tvo daga. Þó varð töluverð lækkun á föstudag eftir að SÍ hafði birt sitt gengi. Ástæða þess var aukin áhættufælni sem leiddi til lækkunar á hlutabréfum víða um heim, kaupa á lágvaxtamyntum og sölu á hávaxtamyntum. Áhættufælni er einmitt stærsti áhrifavaldur á gengi hávaxtamynta. Krónan rauf á fimmtudag mikilvægt viðmið til styrkingar en þetta viðmið hefur ekki verið rofið síðan í nóvember 2007 en var þá til veikingar. Ástand lausafjárkrísunnar hefur verið að versna og sífellt fleiri bankar að lenda í vandræðum, nú síðast í Danmörku. Vandamálið sem byrjaði í Bandaríkjunum og flæddi til Evrópu hefur nú stungið sér niður á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að krónan sé ódýr og skortur á krónum í umferð þá munu alþjóðlegir vindar feykja henni til og frá. Þó er líklegt þegar horft er fram á veginn í nokkra mánuði að krónan styrkist en ástandið er mjög brothætt og gæti snúist í veikingu án mikils tilefnis.

Vikan 7. – 11. júlí 2008

Hlutabréf

Hlutabréf (OMXI15) lækkuðu um 1,83% í vikunni. Velta er enn lítil og engir peningar að streyma inn á markaðinn. Í síðustu viku hækkuðu aðeins tvö félög í OMXI15 vísitölunni en það voru Marel með 1,71% hækkun og Atorka með 0,33% hækkun. Bakkavör lækkaði mest allra félaga, um 6,69% og Exista um 6,43%. Markaðurinn náði sínu lægsta gildi frá áramótum enn og aftur. Erlendir markaðir sveifluðust mikið og er ástæða þess að sífellt meiri vandræði fjármálastofnana er að koma í ljós.

Skuldabréf

Töluverð velta var á skuldabréfamarkaði í vikunni. Verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,59% á meðan óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,68%. Í byrjun vikunnar birti ein greiningardeildanna verðbólguspá upp á 1,6% fyrir júlí og hefur sú spá án efa haft sitt að segja um verðþróun skuldabréfa í vikunni.  Síðan þá hefur komið fram spá sem gerir ráð fyrir töluvert minni verðbólgu eða 0,5%. Á fimmtudag gaf Seðlabankinn út áætlun um útboð ríkisbréfa en samkvæmt henni stendur til að gefa út ríkisbréf fyrir 68 ma.kr. það sem eftir er af árinu. Mest verður gefið út af tveimur flokkum sem eru á gjalddaga 2009 og 2010 eða 25 ma.kr. af hvorum flokki. Gengi ríkisskuldabréfa næstu mánuði mun ráðast m.a. af því hversu hratt dregur úr verðbólgu og hvenær hylla tekur undir lækkun stýrivaxta.

Krónan

Krónan styrktist um 1,5% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ. Þrjá daga var styrking, en veiking tvo daga. Þó varð töluverð lækkun á föstudag eftir að SÍ hafði birt sitt gengi. Ástæða þess var aukin áhættufælni sem leiddi til lækkunar á hlutabréfum víða um heim, kaupa á lágvaxtamyntum og sölu á hávaxtamyntum. Áhættufælni er einmitt stærsti áhrifavaldur á gengi hávaxtamynta. Krónan rauf á fimmtudag mikilvægt viðmið til styrkingar en þetta viðmið hefur ekki verið rofið síðan í nóvember 2007 en var þá til veikingar. Ástand lausafjárkrísunnar hefur verið að versna og sífellt fleiri bankar að lenda í vandræðum, nú síðast í Danmörku. Vandamálið sem byrjaði í Bandaríkjunum og flæddi til Evrópu hefur nú stungið sér niður á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að krónan sé ódýr og skortur á krónum í umferð þá munu alþjóðlegir vindar feykja henni til og frá. Þó er líklegt þegar horft er fram á veginn í nokkra mánuði að krónan styrkist en ástandið er mjög brothætt og gæti snúist í veikingu án mikils tilefnis.