Markaðsfréttir 9.-13. mars 2009

<!-- /* Font Definitions */ @font-face {font-family:"Cambria Math"; panose-1:2 4 5 3 5 4 6 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:roman; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:-1610611985 1107304683 0 0 159 0;} @font-face {font-family:Calibri; panose-1:2 15 5 2 2 2 4 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:swiss; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:-1610611985 1073750139 0 0 159 0;} /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-unhide:no; mso-style-qformat:yes; mso-style-parent:""; margin-top:0cm; margin-right:0cm; margin-bottom:10.0pt; margin-left:0cm; line-height:115%; mso-pagination:widow-orphan; font-size:11.0pt; font-family:"Calibri","sans-serif"; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-ansi-language:EN-US; mso-fareast-language:EN-US;} a:link, span.MsoHyperlink {mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; color:blue; text-decoration:underline; text-underline:single;} a:visited, span.MsoHyperlinkFollowed {mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; color:purple; mso-themecolor:followedhyperlink; text-decoration:underline; text-underline:single;} .MsoChpDefault {mso-style-type:export-only; mso-default-props:yes; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-ansi-language:EN-US; mso-fareast-language:EN-US;} .MsoPapDefault {mso-style-type:export-only; margin-bottom:10.0pt; line-height:115%;} @page Section1 {size:612.0pt 792.0pt; margin:70.85pt 70.85pt 70.85pt 70.85pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} --> Vikulega birtir Íslensk verðbréf hf. samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.  Þeir sem hafa áhuga á að fá punktana senda til sín geta sent póst þess efnis á iv@iv.is

Vikulega birtir Íslensk verðbréf hf. samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.  Þeir sem hafa áhuga á að fá punktana senda til sín geta sent póst þess efnis á iv@iv.is

 

 

Innlend hlutabréf

Innlenda hlutabréfavísitalan OMXI6ISK lækkaði um 29,3% í vikunni. Af innlendum skráðum hlutabréfum í kauphöllinni hækkaði Century Aluminum mest, um 42,5% í litlum viðskiptum og Færeyjabanki um 4%. Færeyjabanki kemur nýr inn í vísitöluna í staðinn fyrir Straum Burðarás sem tekinn var yfir af FME og lækkaði virði hlutabréfa félagsins um 100%.

Bakkavör lækkaði næst mest, um 29,3%. Velta innlendra hlutabréfa var rúmur milljarður og byggðist að mestu leyti á viðskiptum með bréf Marels og Össurar.

 

 

 

Erlend hlutabréf

Heimshlutabréfavísitala MSCI hækkaði um 8,5% í vikunni, S&P 500 í Bandaríkjunum hækkaði um 10,7%, DAX vísitalan í Þýskalandi um 7,8%, Nikkei í Japan um 5,5% og breska FTSE vísitalan hækkaði um 6,3%.

Fréttir af betri afkomu City Group bankans komu hlutabréfamörkuðum af stað. Frá áramótum hefur Heimshlutabréfavísitala MSCI lækkað um 16,3% og S&P 500 hefur lækkað um 17,8%.

Óvissa er þó enn mjög mikil og ekkert sem bendir til þess að botninum sé náð. Markaðurinn er mjög viðkvæmur og þarf ekki stórar fréttir til hreyfa hann til beggja átta.

 

                               

 

Skuldabréf

Skuldabréf hækkuðu í verði í vikunni og átti það við um flest alla flokka. Óverðtryggð bréf hækkuðu um 2,5% og verðtryggð um 3,8%.

Markaðsaðilar virðast búast við lækkun vaxta mjög fljótlega, jafnvel fimmtudaginn 19. mars. Verðbólguálag til 5 ára er 2,88% og hækkaði í vikunni, en verðtryggð bréf hækkuðu meira en óverðtryggð. Líklegt er að um leiðréttingu hafi verið að ræða og að óverðtryggðu bréfin hafi verið orðin of hátt verðlögð.

Til meðallangs tíma (12-18 mánaða) má búast við því að bæði verðtryggð og óverðtrygg ríkistryggð skuldabréf skili góðri ávöxtun.

 

 

 

Krónan

Krónan veiktist um 1,46% í síðustu viku skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði gengisvísitalan í 188,63 stigum. Bent hefur verið á gjalddaga ríkisskuldabréfa sem líklega ástæðu veikingarinnar, en eigendur ríkisbréfa eru að verulegu leyti erlendir fjárfestar sem hafa heimild til að skipta krónum í gjaldeyri og færa þannig vaxtagreiðslurnar úr landi.

Einnig gætu væntingar um verulega vaxtalækkun dregið úr trú manna að krónan haldi verðgildi sínu. Innlendir aðilar sem eignast gjaldeyri þurfa að koma honum til íslensks banka en þurfa ekki að skipta í krónur ef þeir telja betra að geyma fjármunina í erlendum myntum.

Þess ber að geta að velta á innlendum gjaldeyrismarkaði er mjög lítil og lítið þarf því til að hreyfa hann til í báðar áttir.