Markaðsfréttir - síðasta vika

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Óverðtryggð bréf hækkuðu um 0,89% í vikunni og verðtryggð bréf hækkuðu um 0,95%. Ríkistryggð bréf tóku góðan kipp eftir að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti niður í 10% eða um 100 punkta. Þetta var meiri lækkun en flestir reiknuðu með.

Það var áfram góð hækkun á verðtryggðum skuldabréfum þrátt fyrir að þau séu orðin dýr. Ástæðan er mikið laust fé en fáir fjárfestingakostir. Lausa féð fer frekar í verðtryggð en óverðtryggð bréf og endurspeglar það vantrú fjármagnseigenda á að stjórnvöldum takist að hafa hemil á verðbólgunni.

Telja má líklegt að fjárfestir haldi áfram að fjárfesta í ríkistryggðum bréfum þangað til aðrir kostir verða raunhæfir s.s. innlend hlutabréf og erlend verðbréf.

 

Innlend hlutabréf

Talsvert minni velta var þessa vikuna með bréf félaga í OMXI6ISK en í síðustu viku. Veltan var um 384 milljónir. Þar af voru viðskipti með bréf í  Marel, fyrir um 335 milljónir. Vístalan hækkaði um 0,54%.

Century Aluminum sem ekki er í OMXI6ISK vísitölunni hækkaði um 15,07% í vikunni og var velta með bréf félagsins í kringum 19,5 milljónir og stóð gengið í 1.527 í vikulok.

Nasdaq OMX Nordic tilkynnti á föstudag niðurstöður endurskoðunar á OMX Iceland 6 vísitölunni(OMXI6ISK), sem gerð er tvisvar á ári.  Endurskoðuð samsetning tekur gildi 4.janúar 2010. 

Ein breyting verður á vísitölunni, færeyska félagið Atlantic Airways kemur inn en út fer Icelandair Group.  Það verða því 3 færeysk félög á móti 3 íslenskum í vísitölunni.

Þann 4.janúar 2010 verða því þessi 6 félög í OMXI6 vísitölunni: Atlantic Petroleum P/F, Bakkavör Group hf., Færeyja Banki P/F, Marel Food Systems hf., P/F Atlantic Airways og Össur hf.

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram.  12 mán
Bakkavör 1,55 -8,82% 3,33% -3,13% 51,96% -38,49% -52,16%
FO-Atla 166 0,00% 0,00% -31,25% -49,68% -51,61% -59,42%
FO-Bank 132 0,00% -2,58% -4,69% 7,32% 9,09% 9,09%
Icelandair Group 3,65 -3,95% 1,39% -6,41% -18,89% -72,45% -72,14%
Marel 63,5 1,60% -7,84% 8,55% 19,81% -18,38% -16,12%
Össur 139 1,83% 2,58% 13,01% 25,23% 39,28% 43,89%
OMXI6ISK 795,07 0,54% -1,41% -1,42% 8,11% -20,46% -20,46%

 

Erlend hlutabréf

Dow Jones vísitalan hélt áfram að hækka í síðustu viku en ýmsar jákvæðar hagtölur voru birtar í vikunni.  Má þar nefna að smásala í nóvember jókst um 1,3% í Bandaríkjunum miðað við sama mánuð í fyrra sem var töluvert meiri hækkun en spár sögðu til um. 

Þá jókst útflutningur í október verulega og halli á vöruskiptum minnkaði um 7,6% frá september.

Frá Evrópu bárust einnig jákvæðar fréttir af vöruskiptum í Þýskalandi og jókst útflutningur þar um 2,5% í október frá fyrri mánuði en aukin eftirspurn hefur verið á stáli og öðrum iðnaðarvörum.

Ágætis hækkun varð á Nikkei vísitölunni í Japan og virðist sem fréttir í vikunni um háar fjárhæðir sem stjórnvöld í Japan hyggjast dæla inn í japanskt efnahagslíf á næstunni hafi borið árangur. 

Stöðnun hefur einkennt efnahagslíf þessa stóra hagkerfis í mörg ár og verður því fróðlegt að fylgjast með hvaða áhrif innspýtingin mun hafa á hagkerfið á komandi ári.

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram.  12 mán
DAX 5756,29 -1,06% 2,34% 3,54% 14,81% 20,98% 24,76%
FTSE 5261,57 -1,14% 0,36% 5,90% 19,65% 19,86% 24,14%
CAC 3803,72 -1,12% 0,76% 2,79% 15,28% 19,17% 19,30%
Dow Jones 10405,83 0,89% 1,96% 8,77% 19,00% 19,31% 21,34%
Nasdaq 1799,37 0,02% 0,19% 5,80% 20,27% 47,90% 48,52%
S&P 500 1102,35 0,09% 1,18% 5,44% 16,93% 22,49% 25,77%
Nikkei 10107,87 0,85% 3,43% -0,94% -0,30% 14,07% 22,70%
OMXS30 949,84 -1,77% -0,81% 4,95% 20,00% 44,89% 45,38%
OBX 330,82 -0,18% 6,10% 18,92% 20,61% 67,57% 82,88%
OMXH25  1960,37 -0,08% 0,26% 1,64% 16,69% 29,97% 32,12%
OMXC20 332,00 -1,66% 0,58% 0,58% 9,83% 34,68% 31,82%

 

Krónan

Krónan veiktist í vikunni og hækkaði gengisvísitalan um 0,21% skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði í 235,51 stigum. 

Velta er enn lítil og strjál. Búast má við töluverðu útflæði á næstu vikum sökum gjalddaga á ríkistryggðum bréfum, en það var vaxtagjalddagi í síðust viku í flokki RIKB 10 1210 og þann 15. des. n.k. verður gjalddagi í flokki HFF 150644.

Erlendir fjárfestar eiga töluvert af ríkistryggðum skuldabréfum og er þeim heimilt að skipta vaxtagreiðslum í erlenda mynt. Sama gildir með vaxtagreiðslur af bankainnistæðum og má búast við að á stærstum hluta bankabóka séu vextir greiddir einu sinni á ári.

Innflutningur fyrir jól er venjulega töluvert mikill. Líklegt er því að krónan gefi eftir á næstu vikum. Áhugavert verður að sjá hvort seðlabankinn haldi á móti með inngripum.   

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram.  12 mán
GVT ISK 235,51 0,21% 0,17% -1,10% -3,05% -8,70% -14,45%

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.