Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann. Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend Skuldabréf

Verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,6% í vikunni á meðan óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,4%. Þann 29. júní birti Hagstofan vísitölu neysluverðs og lækkaði vísitalan um 0,33% frá mánuðinum á undan.  Þessi lækkun var nokkru meiri en almennt hafði verið búist við og lækkuðu verðtryggð skuldabréf í kjölfarið.

Þó ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hafi hækkað lítillega í vikunni verður hún enn að teljast mjög lág í sögulegu samhengi, undir 3,5%.  Sama má segja um ávöxtunarkröfu óverðtryggðra ríkisskuldabréfa sem hefur haldið áfram að lækka.

Erfitt er að spá fyrir um hver þróunin verður, vextir eru jafnt og þétt að lækka og eftirspurn eftir ríkistryggðum eignum er mikil en á sama tíma er ávöxtunarkrafa skuldabréfa orðin mjög lág í sögulegu samengi eins og fyrr segir.

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði um 1,57% á milli vikna.  Mest hækkaði Össur en öll önnur félög í vísitölunni lækkuðu.  Mest lækkaði Atlantic Petroleum, um 10% í aðeins einum viðskiptum.

Veltan í síðustu viku var helmingi minni en í vikunni á undan eða í kringum 130 milljónir.  Heildarvelta  OMXI6ISK vísitölunnar í júní var 1.171 milljónir en velta með bréf Marels var 639 m.kr og Össurar 394 m.kr. Veltan með tvö áðurnefnd félög var um 88% af heildarveltu hlutabréfa í kauphöllinni í júní.

Fjöldi viðskipta með félög í vísitölunni voru 269, þar af 236 með Marel og Össur eða í kringum 88% af fjölda viðskipta. 

Það er ljóst að dýpt markaðarins er ekki mikil og það vantar fleiri öfluga fjárfestingarkosti.  Ekki liggur ljóst fyrir hvenær næstu nýskráningar verða í Kauphöll Íslands en til stendur að Hagar verði skráð á þessu ári.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 146,00 -0,68% -3,95% -8,75% 12,74% 12,74% 21,16%
FO-AIR 117,00 -4,10% -8,59% -11,36% -17,02% -17,02% -26,42%
FO-ATLA 135,00 -10,00% -15,63% -15,36% -15,63% -15,63% -59,92%
ICEAIR 3,50 -6,67% 12,90% 16,67% -4,11% -4,11% -26,32%
MARL 88,40 -1,78% 10,78% 12,61% 41,67% 41,67% 61,31%
OSSR 182,00 0,83% 1,98% -5,25% 19,93% 16,83% 61,88%
FO-EIK 79,00 -3,66% 0,00% -5,95% -1,25% -1,25% -11,24%
OMXI6ISK 894,04 -1,57% -1,16% -5,41% 10,23% 9,70% 20,31%

 (Nasdaq OMX Nordic, 5. júlí 2010)

Erlend hlutabréf

Miklar lækkanir voru í vikunni, heimsvísitalan MSCI lækkaði um 3,93%, DAX í Þýskalandi lækkaði um 3,90%, Dow Jones í Bandaríkjunum um 4,47% og Nikkei í Japan um 5,44%.

Megin ástæða fyrir þessum lækkunum er ótti fjárfesta við stöðu evrópska fjármálakerfisins og að hætta sé að stórir evrópskir bankar eigi á hættu að fara í þrot með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Slíkt mun hafa áhrif á heimshagkerfið, sem er nú þegar í viðkvæmri stöðu.

Fyrirgreiðslu- og fjármögnunaráætlun Seðlabanka Evrópu upp á 442 milljarða evra rann út í liðinni viku. Bankinn reiknar ekki með að framlengja áætlunni sem felur í sér að lána bönkum til eins árs og ætlar þess í stað að lána þeim til þriggja mánaða í senn.  

Forseti Bandaríkjanna Barack Obama, segir að efnahagsmál landsins séu á réttri leið en gangi þó ekki nógu hratt. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum minnkaði milli mánaða en samt sem áður eru að tapast 125 þúsund störf en 600 þúsund ný störf hafa skapast í einkageiranum í ár.

Spænska ríkið lauk sölu á skuldabréfum til fimm ára, að verðmæti 3,5 milljörðum evra. Eftirspurn eftir bréfunum var töluvert meiri en framboð. Þessi góða þáttaka í útboðinu hafði jákvæð áhrif á evruna sem styktist gagnvart bandaríkjadal.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1036,08 -3,93% -2,23% -14,85% -13,10% -11,28% 9,49%
Þýskaland (DAX) 5834,15 -3,90% -1,78% -6,45% -3,29% -2,08% 23,90%
Bretland (FTSE) 4838,09 -4,10% -5,78% -15,93% -12,54% -10,77% 14,01%
Frakkland (CAC) 3348,37 -4,76% -3,40% -17,25% -16,81% -15,20% 7,01%
Bandaríkin (Dow Jones) 9686,48 -4,47% -2,47% -11,73% -8,38% -7,11% 16,98%
Bandaríkin (Nasdaq) 1728,34 -5,99% -5,66% -12,61% -8,48% -7,09% 19,50%
Bandaríkin (S&P 500) 1022,58 -4,99% -3,97% -13,88% -10,03% -8,30% 14,07%
Japan (Nikkei) 9203,71 -5,44% -6,41% -18,28% -13,25% -12,13% -5,60%
Samnorræn (VINX) 83,60 -4,33% -3,24% -8,52% 1,76% 4,61% 30,78%
Svíþjóð (OMXS30) 983,30 -3,73% -0,29% -4,95% 1,89% 3,56% 24,68%
Noregur (OBX) 298,80 -4,39% -6,19% -13,14% -14,49% -12,30% 17,86%
Finnland (OMXH25)  2060,41 -4,30% -2,29% -9,66% -1,12% 1,40% 29,90%
Danmörk (OMXC20) 390,34 -3,23% -1,41% 2,23% 13,45% 16,30% 36,65%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 5. júlí 2010)

Krónan

Krónan styrktist í liðinni viku og lækkaði gengisvísitalan um 0,7% og endaði í 212,44 stigum.

Hagstofan birti í síðustu viku tölur um afgang af viðskiptum við útlönd. Fyrstu 5 mánuði ársins var afgangur af vöruviðskiptum tæpir 55 milljarðar króna og eykst um 19 milljarða milli ára á breytilegu gengi.

Aukningin er mjög myndarleg þó að útflutningur á skipum og flugvélum hefði verið mikill á fyrstu 5 mánuðum ársins 2009 og minkar útflutningur í liðnum „aðrar vörur“ um 17,5 milljarða króna milli ára. Fyrr í júní birti Hagstofan bráðabirgðatölur um þjónustujöfnuð fyrir fyrsta ársfjórðung en þær gáfu til kynna lítilsháttar halla.

Sumarið gefur jafnan verulega af sér í útfluttri þjónustu, en sjá verður til með haustinu hvort eldgosið hafi dregið mikið úr komu ferðamanna þetta sumarið.

Heilt á litið er veik staða krónunnar að stuðla að bættum viðskiptum við útlönd, en mikill halli á þáttatekjum hefur enn sem komið er haldið viðskiptajöfnuði neikvæðum, þó tekið sé tillit til reiknaðs útflæðis hinna föllnu banka.

Hinsvegar gæti útflæði á gjaldeyri minnkað töluvert, komi til þess að fjármögnunarfyritækin fari í þrot, líklega sem nemur milljörðum í hverjum mánuði. Eins ættu erlendar skuldir að lækka umtalsvert, enda eru fjármögnunarfyrirtækin fjármögnuð að verulegu leiti af erlendum aðilum.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 212,44 -0,70% 0,43% -5,75% -8,11% -8,11% -6,80%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 5. júlí 2010)

Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.