Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann. Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,45% í vikunni og stutt verðtryggð bréf lækkuðu um 0,23%. Löng óverðtryggð bréf lækkuðu einnig um 0,37%.

Verð skuldabréfa gaf því aðeins eftir í vikunni eftir miklar hækkanir í vikunum þar á undan. Það er reyndar ekki óeðlilegt að markaðurinn róist aðeins í byrjun júlí og gefi aðeins eftir þar sem flestir fjárfestar eru komnir í sumarfrí.

Það er líka töluvert í næstu tölur sem hafa hvað mest áhrif á skuldabréfamarkaðinn en vísitala neysluverðs verður birt 28. júlí og næsta stýrivaxtaákvörðun SÍ er 18. ágúst. 


Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði um 1,39% á milli vikna.  Marel hækkaði mest, um 2,15%.  BankNordik lækkaði mest, um 1,37%.  Tvö félög hækkuðu í vísitölunni, þrjú stóðu í stað og eitt lækkaði.

Veltan í síðustu viku var nálægt 151 milljón króna og er þetta um helmingi minni velta en var að meðaltali á viku í júní mánuði.

Mest var veltan í síðustu viku með bréf Marels eins og svo oft áður og voru viðskipti með þau fyrir um 110 milljónir króna. 

Af þeim 30 viðskiptum sem áttu sér stað í síðustu viku á OMXI6ISK þá voru 29 með Marel og Össur, ein viðskipti voru með BankNordik fyrir um 12 milljónir króna. 


Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 144,00 -1,37% -4,00% -9,43% 11,63% 11,20% 20,50%
FO-ATLA 135,00 0,00% -12,34% -16,92% -15,63% -15,63% -56,92%
FO-EIK 79,00 0,00% -4,82% -5,95% -10,23% -1,25% -1,25%
ICEAIR 3,50 0,00% 12,90% 6,06% -4,11% -4,11% -26,32%
MARL 90,30 2,15% 6,86% 9,85% 45,65% 44,71% 66,61%
OSSR 185,50 1,92% 1,09% -2,88% 17,41% 20,06% 62,72%
OMXI6ISK 906,46 1,39% 0,34% -5,91% 10,45% 11,22% 21,54%

(Nasdaq OMX Nordic, 12. júlí 2010)

Erlend hlutabréf

Góður gangur var á hlutabréfum almennt um allan heim í síðustu viku og hækkaði heimsvísitalan um 5,33%. FTSE í Bretlandi hækkaði um 6,11%, VINX  samnorræna vísitalan hækkaði um 5,22%, Dow Jones hækkaði um 5,35% og Nikkei í Japan hækkaði um 4,15%.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gerir nú ráð fyrir meiri hagvexti en hann gerði í apríl á þessu ári, en hann hækkað hagvaxtaspá sína í 4,6% úr 4,2%. Sjóðurinn gerir einnig ráð fyrir að hagvöxtur á árinu 2011 verði 4,3%.

Ástæðan fyrir meiri bjartsýni á hagvöxt er góður vöxtur í Asíu og aukin einkaneysla í Bandaríkjunum. Aftur á móti telur sjóðurinn að áhættuvaldur varðandi efnahagsbata sé skuldakreppa í Evrópu.   


Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1084,87 5,33% 1,00% -11,21% -8,99% -6,58% 18,46%
Þýskaland (DAX) 6065,24 3,96% 0,40% -2,86% 2,17% 1,93% 32,69%
Bretland (FTSE) 5132,94 6,11% -0,37% -10,96% -6,44% -4,96% 24,65%
Frakkland (CAC) 3554,48 6,16% -0,11% -12,32% -11,21% -9,77% 19,06%
Bandaríkin (Dow Jones) 10198,03 5,35% -0,13% -7,34% -4,04% -2,21% 25,18%
Bandaríkin (Nasdaq) 1814,79 5,00% -1,75% -9,06% -2,52% -2,45% 27,82%
Bandaríkin (S&P 500) 1077,96 5,47% -1,25% -9,91% -5,13% -3,33% 22,62%
Japan (Nikkei) 9585,32 4,15% -1,62% -15,14% -12,23% -9,47% 2,81%
Samnorræn (VINX) 87,96 5,22% -0,65% -5,19% 6,75% 9,76% 43,02%
Svíþjóð (OMXS30) 1028,12 4,56% 0,76% -2,31% 5,62% 7,60% 32,28%
Noregur (OBX) 318,98 6,75% -1,48% -9,86% -7,34% -6,13% 35,66%
Finnland (OMXH25)  2156,18 4,65% -1,00% -5,70% 4,94% 5,85% 41,27%
Danmörk (OMXC20) 406,58 4,16% 0,78% 1,91% 13,63% 20,39% 44,85%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 12. júlí 2010)

Krónan

Krónan veiktist í liðinni viku og hækkaði gengisvísitalan um 0,33% og endaði í 213,14 stigum. Lítil viðskipti eru á millibankamarkaði með krónur og má segja að hann sé óvirkur enda kannski ekki von á öðru á meðan að gjaldeyrishöftin eru jafn ströng og nú er.

Frá áramótum hefur krónan styrkst um tæp 8,5% og hefur verið í styrkingarfasa. Nýleg yfirlýsing frá SÍ um væntanleg kaup á gjaldeyri hefur örugglega neikvæð áhrif á frekari styrkingu krónunnar.

Fari það saman að SÍ hefji reglubundin kaup á gjaldeyri og fari jafnframt að stíga næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta má fastlega reikna með að gengi krónunnar gefi eftir á seinni hluta ársins.


Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 213,14 0,33% -0,20% -5,73% -8,57% -8,45% -7,90%
(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 12. júlí 2010)

Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.