Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann. Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,27% í vikunni og óverðtryggð skuldabréf um 0,46%. Lækkun á ávöxtunarkröfu verðtryggðra bréfa vóg upp á móti neikvæðu framlagi verðtryggingarinnar. Ávöxtunarkrafa styttri óverðtryggðra bréfa hækkaði þó nokkuð, en lækkaði aðeins á löngu óverðtryggðu bréfunum.

Heildaráhrifin eru þau að flestir flokkar leita í átt að þeirri ávöxtunarkröfu sem lífeyrissjóðir styðjast við þegar tryggingafræðileg staða þeirra er reiknuð. Það kann að vera tilviljun, en einnig má benda á að margir eru í sumarfríum, en spákaupmenn hafa haft töluverð áhrif á verðþróun skuldabréfa undanfarin misseri. 


Innlend hlutabréf

Gengi OMXI6ISK vísitölunnar var nær óbreytt í síðustu viku sem endurspeglar mjög tíðindalitla viku á innlenda hlutabréfamarkaðinum. Engin viðskipti voru með félög í vísitölunni á þriðjudaginn þrátt fyrir að markaðurinn hafi verið opinn og ekki nema ellefu viðskipti í það heila alla vikuna.

Heildarveltan var 61 milljón og var mesta veltan með bréf Össurar fyrir 44,5 milljónir og BankNordik fyrir 14,3 milljónir.

Í rúman hálfan mánuð hafa engin viðskipti verið með helming þeirra félaga sem OMXI6ISK vísitalan er sett saman af en engin viðskipti hafa verið með Atlantic Petroleum og Eik Bank síðan 2. júlí og engin viðskipti með Icelandair síða 29. júní.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 144,00 0,00% -2,04% -10,00% 8,68% 11,20% 18,52%
FO-ATLA 135,00 0,00% -12,34% -18,18% -15,63% -15,63% -54,53%
FO-EIK 79,00 0,00% -4,82% -10,73% -10,23% -1,25% -1,25%
ICEAIR 3,50 0,00% 12,90% 2,94% -4,11% -4,11% -16,67%
MARL 90,10 -0,22% 5,38% 7,52% 44,39% 44,39% 66,54%
OSSR 184,00 -0,81% 2,22% -3,16% 8,88% 19,09% 62,11%
OMXI6ISK 906,31 -0,02% 1,18% -5,81% 7,78% 11,21% 20,04%

(Nasdaq OMX Nordic, 19. júlí 2010)

Erlend hlutabréf

Fremur lítil breyting var á helstu hlutabréfavísitölum í liðinni viku, eftir miklar hækkanir vikuna á undan.

Heimsvísitala MSCI lækkaði um 0,14%. Af helstu vísitölum þá lækkaði S&P 500 í Bandaríkjunum um 1,2%, Nikkei í Japan lækkaði um 1,85%, DAX í Þýskalandi um 0,41% en FTSE í Bretlandi hækkaði um 0,51%. Samnorræna VINX Benchmark vísitalan stóð í stað.

Frá áramótum eru allar helstu vísitölurnar í lækkun og hefur heimsvísitalan lækkað um 6,73%. Norðurlandvísitalan hefur hinsvegar hækkað um rúm 10% og er hækkun allsstaðar nema í Noregi, en þar hækkaði vísitalan um 70% árið 2009.

Á norðurlöndunum er mikið af sterkum og leiðandi fyrirtækjum í sinni grein, jafnvel á heimsvísu og eru þau vel í stakk búin að takast á við þá uppsveiflu sem framundan er í heimshagkerfinu.


Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1113,12 -0,14% -2,28% -10,48% -9,43% -6,73% 10,93%
Þýskaland (DAX) 6040,27 -0,41% -2,92% -2,06% 0,99% 1,31% 21,23%
Bretland (FTSE) 5158,85 0,51% -1,71% -9,89% -6,38% -4,65% 17,60%
Frakkland (CAC) 3500,16 -1,53% -4,86% -11,65% -12,51% -10,88% 8,99%
Bandaríkin (Dow Jones) 10097,90 -0,95% -3,38% -8,96% -5,85% -3,17% 15,48%
Bandaríkin (Nasdaq) 1803,48 -0,62% -5,75% -10,43% -4,85% -3,05% 18,09%
Bandaríkin (S&P 500) 1064,88 -1,20% -4,71% -11,08% -7,42% -4,50% 13,24%
Japan (Nikkei) 9685,53 -1,85% -5,87% -13,75% -12,60% -10,79% 0,14%
Samnorræn (VINX) 87,96 0,00% -3,13% -4,56% 5,07% 10,01% 35,28%
Svíþjóð (OMXS30) 1034,69 0,64% -1,43% -0,34% 6,51% 9,22% 23,43%
Noregur (OBX) 317,21 -0,56% -3,86% -8,54% -7,94% -6,48% 24,86%
Finnland (OMXH25)  2135,98 -0,94% -3,39% -3,80% 2,94% 5,72% 33,35%
Danmörk (OMXC20) 409,33 0,68% -2,38% 2,01% 13,00% 20,98% 39,06%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 19. júlí 2010)

Krónan

Gengi krónunnar breyttist nær ekkert í síðustu viku og endaði gengisvísitalan í 213,11 stigum. Evran hækkaði í verði um 0,48%, en dollar gaf eftir um 1,91%.

Evran hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarnar vikur. Hún var veikust 7. júní á móti dollara, 1,19  EUR/USD (dollarar í evru) en var komin yfir 1,29 í lok vikunnar. Hefur evran hækkað á þessu tímabili í verði um 8,4% í dollurum talið. 

Skuldatryggingarálag Evrópuríkja sem eru í hvað mestum vandræðum hefur farið lækkandi, en einnig eru jákvæðari horfur í útflutningi Evrópusambandsríkja. Veikari evra styður við samkeppnisstöðu svæðisins. Þrátt fyrir þessa veikingu evrunnar er hún mun sterkari en meðaltalið er frá því hún fór af stað 1999 og um 14% of sterk (gangvart helstu myntum) samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg. 

Innlendur millibankamarkaður fer fram í krónum og evrum og því mun styrking evrunnar ein og sér leiða til þess að krónan styrkist gagnvart þeim gjaldmiðlum sem evran styrkist gagnvart. Viðskipti eru strjál á millibankamarkaði og því mun krónan fylgja evrunni nema til viðskipta komi.

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 213,14 0,33% -0,20% -5,73% -8,57% -8,45% -7,90%
(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 19. júlí 2010)


Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.