Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Verðtryggð skuldabréf lækkuðu í vikunni – lengri bréfin um 0,02% og styttri um 0,3%. Löng óverðtryggð bréf hækkuðu hins vegar um 0,33%.

Vísitala neysluverðs var birt í vikunni og lækkaði hún um 0,66% frá fyrra mánuði. Þessi lækkun var töluvert meiri en markaðsaðilar reiknuðu með.  Viðbrögðin voru að selja verðtryggð bréf og kaupa óverðtryggð bréf.  Lækkun löngu verðtryggðu bréfanna gekk nokkuð hratt til baka og var nettóbreytingin nánast engin þegar upp var staðið.

Útsölurnar höfðu mest áhrif til lækkunar verðlags og sem dæmi þá hafði lækkun á fatnaði og skóm -0,68% áhrif á vísitöluna.  Við teljum að þessi lækkun gangi til baka í næstu mælingu sem verður 26. ágúst n.k. og megi því reikna með smá verðbólguskoti þá.

 

Innlend hlutabréf

Gengi OMXI6ISK vísitölunnar hækkaði í síðustu viku um 1,06%.  Er það aðallega Össur sem er á bak við þessa hækkun en félagið hækkaði um 5,65%.  Eik banki hækkaði sömuleiðis í verði, um rúm 6%, en í afar litlum viðskiptum.

Heildarveltan var 250 milljónir, mest með bréf Össurar fyrir 201 milljón og í Marel fyrir 48 milljónir. 

Össur skilaði uppgjöri fyrir fyrstu 6 mánuði þessa árs í síðustu viku.  Uppgjörið er gott og fór vel í markaðinn.  Tekjur aukast um 11% frá sama tíma 2009 og eru stjórnendur Össurar bjartsýnir á framhaldið og hafa hækkað afkomuspá sína sem þeir gáfu út í byrjun árs.  Þeir gera nú  ráð fyrir að tekjur vaxi um 4-6% og EBITDA vaxi um  rúm 10% á  milli ára.

Marel skilaði einnig 6 mánaða uppgjöri í síðustu viku.  Þrátt fyrir ágætt uppgjör virðist markaðurinn hafa haft væntingar um betra uppgjör.  Tekjuaukning er af kjarnastarfsemi en félagið hefur selt frá sér einingar sem falla ekki undir hana.  Gjaldfærsla vegna lífeyrisskuldbindinga Stork leiðir til þess að nánast enginn hagnaður var á 2. ársfjórðungi.

Icelandair og bandaríska flugfélagið Alaska Airlines tilkynntu í síðustu viku um samning um margháttað samstarf.  Samningurinn felur í sér að flug Alaska Airlines frá Seattle til fjölmargra borga verði merkt báðum félögunum.  Í framhaldinu býðst viðskiptavinum Icelandair flug um Seattle  m.a. til Los Angeles, San Francisco og Las Vegas.  Á sama hátt geta viðskiptavinir Alaska Airlines nýtt sér flug Icelandair milli Seattle og Íslands og áfram til annarra Evrópulanda.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 144,00 0,00% -1,37% -12,73% 9,09% 11,20% 19,50%
FO-ATLA 142,00 0,00% -5,33% -12,07% -11,25% -11,25% -49,94%
FO-EIK 84,00 6,33% 2,44% -7,80% 2,44% 5,00% -2,33%
ICEAIR 3,40 -2,86% -2,86% 9,68% 6,25% -6,85% -22,73%
MARL 91,00 -1,62% 1,11% -1,94% 50,91% 45,83% 80,20%
OSSR 196,50 5,65% 7,97% 1,03% 22,81% 27,18% 76,23%
OMXI6ISK 937,43 1,06% 4,55% -6,63% 15,26% 15,02% 25,62%

(Nasdaq OMX Nordic, 3. ágúst 2010)

Erlend hlutabréf

Lítilsháttar breyting var á helstu hlutabréfavísitölum í liðinni viku, S&P 500 hækkaði um 1,00%, FTSE í Bretlandi hækkaði um 0,96%, DAX í Þýskalandi hækkaði um 1,58% og Nikkei í Japan hækkaði um 0,71%.

DAX hlutabréfavísitalan í Þýskalandi hækkaði um 3,1% í júlí en bjartsýni neytanda í Þýskalandi fer nú vaxandi og fleiri Þjóðverjar gera ráð fyrir batnandi efnahagsástandi en áður. 

Almennt ríkir nú meiri bjartsýni í Evrópu en verið hefur í langan tíma.  Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni hafa nærri 60% þeirra fyrirtækja sem hafa birt uppgjör sín í Stoxx 600 hlutabréfavísitölunni verið með meiri hagnað en spár sérfræðinga gerðu ráð fyrir.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1124,8 2,02% 11,15% -4,17% 1,17% -1,39% 8,13%
Þýskaland (DAX) 6292,1 1,58% 7,91% 2,09% 10,99% 5,68% 16,01%
Bretland (FTSE) 5397,1 0,96% 10,95% -3,34% 2,18% -0,83% 14,64%
Frakkland (CAC) 3752,0 3,19% 11,71% -2,30% -1,40% -4,97% 7,55%
Bandaríkin (Dow Jones) 10674,4 1,42% 10,20% -4,28% 3,93% 2,36% 14,94%
Bandaríkin (Nasdaq) 1899,0 0,48% 9,87% -6,53% 6,40% 2,08% 16,64%
Bandaríkin (S&P 500) 1125,9 1,00% 10,10% -6,35% 2,60% 0,96% 12,29%
Japan (Nikkei) 9570,3 0,71% 5,33% -12,33% -6,83% -8,08% -6,36%
Samnorræn (VINX) 93,2 2,34% 11,39% 0,18% 11,44% 16,52% 28,40%
Svíþjóð (OMXS30) 1074,6 1,43% 8,81% 0,99% 10,30% 12,42% 19,53%
Noregur (OBX) 338,5 0,70% 13,17% -3,37% 0,85% -0,35% 22,04%
Finnland (OMXH25)  2294,9 2,30% 11,76% 2,53% 10,31% 13,29% 28,11%
Danmörk (OMXC20) 420,9 2,01% 8,37% 2,30% 17,34% 25,64% 32,70%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 3. ágúst 2010)

Krónan

Gengi krónunnar styrktist aðeins í vikunni.  Gengisvísitalan endaði í 211,03 stigum og lækkaði um 0,99% í vikunni.  Frá áramótum hefur gengisvísitala krónunnar lækkað um 9,4% og krónan styrkst sem því nemur.  Tæknigreining bendir til þess að krónan sé í styrkingarfasa og horfur séu á áframhaldandi styrkingu hennar næstu vikurnar.

Frá áramótum hefur íslenska krónan styrkst gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum.  Undantekning er þó japanska jenið en það hefur hækkað um 3,3% gagnvart íslensku krónunni.  Evran hefur lækkað mest eða um 13,0% á móti krónu.  Evran hefur þó verið að sækja í sig veðrið gagnvart helstu gjaldmilum síðustu vikur en í júlí stóð evran í stað gagnvart krónunni meðan að bandaríkjadollar lækkaði um 5,6%.  Áhyggjur fjárfesta af skuldastöðu nokkurra Evrópuríkja hafa minnkað og hefur það m.a. stuðlað að styrkingu evrunnar.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 211,03 -0,99% -0,16% -6,15% -8,38% -9,36% -9,25%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 3. ágúst 2010)

Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.