Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.


Innlend skuldabréf

Verðtryggð skuldabréf til 10 ára (OMXI10YI) hækkuðu um 0,49% í vikunni, verðtryggð bréf til 5 ára (OMXI5YI) hækkuðu um 0,70% og óverðtryggð bréf til 5 ára (OMXI5YNI) hækkuðu um 0,10%. 

Vísitala neysluverðs var birt í lok síðasta mánaðar og hafði gildi hennar lækkað um 0,66% frá mánuðinum á undan.  Lækkunin var töluvert umfram væntingar og lækkuðu verðtryggð skuldabréf í verði í kjölfarið en hækkuðu á ný undir vikulokin.

Frá áramótum hafa verðtryggð skuldabréf til 10 ára hækkað um 8,23%, verðtryggð bréf til 5 ára hafa hækkað um 5,5% og óverðtryggð bréf til 5 ára um 15,4%.  Ávöxtun ríkisskuldabréfa hefur því verið mjög góð það sem af er ári.


Innlend hlutabréf

Gengi OMXI6ISK vísitölunnar stóð nánast í stað í síðustu viku í mjög lítilli veltu. Einungis voru viðskipti með tvö af sex félögum vísitölunnar. 

Heildarveltan var tæpar 54 milljónir, sem skiptist til helminga á milli Össurar og Marels. 

Icelandair Group sem hafði fyrirhugað að birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung og fyrstu 6 mánuði ársins 2010 í síðustu viku tilkynnti um seinkun á því um eina viku.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 144,00 0,00% 0,00% -10,00% 5,49% 11,20% 21,52%
FO-ATLA 142,00 0,00% 5,19% -12,07% -11,25% -11,25% -49,94%
FO-EIK 84,00 0,00% 6,33% -0,59% 2,44% 5,00% -2,33%
ICEAIR 3,40 0,00% -2,86% 9,68% 17,24% -6,85% -22,73%
MARL 90,70 -0,33% -1,10% 4,98% 56,65% 45,35% 74,09%
OSSR 196,50 0,00% 5,93% 6,22% 23,20% 27,18% 74,67%
OMXI6ISK 935,27 -0,23% 3,04% -0,85% 13,90% 14,76% 25,86%

 (Nasdaq OMX Nordic, 9. ágúst 2010)


Erlend hlutabréf

Töluverð hækkun var á helstu hlutabréfavísitölum í síðustu viku.  Heimsvísitalan MSCI World Index, hækkaði um 2,51%,  S&P 500 hækkaði um 1,87%, CAC í Frakklandi um 2% og Hang Seng í Kína um 3,09%.

Júlí var almennt góður mánuður á hlutabréfamarkaði og hækkaði S&P 500 hlutabréfavísitalan um 6,9% og MSCI heimsvísitalan um 8% í mánuðinum. 

Hlutabréfaverð lækkaði þó almennt á föstudaginn meðal annars vegna hagtalna frá Bandaríkjunum um atvinnumál.  Atvinnuleysi mældist óbreytt í júlí eða 9,5% en störfum hafði óvænt fækkað um 131.000.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1153,0 2,51% 5,57% 4,80% 4,65% -1,38% 8,38%
Þýskaland (DAX) 6259,6 1,82% 4,50% 10,90% 15,28% 6,39% 16,11%
Bretland (FTSE) 5332,4 1,67% 5,27% 5,47% 5,70% -0,17% 14,20%
Frakkland (CAC) 3716,1 2,00% 6,14% 11,21% 4,43% -4,15% 7,15%
Bandaríkin (Dow Jones) 10653,6 1,90% 4,47% 2,63% 5,91% 2,16% 13,70%
Bandaríkin (Nasdaq) 1902,9 2,13% 4,85% 2,89% 8,50% 2,29% 17,50%
Bandaríkin (S&P 500) 1121,6 1,87% 4,05% 0,97% 4,78% 0,59% 11,00%
Japan (Nikkei) 9642,1 1,10% -0,13% -7,64% -3,63% -9,23% -8,06%
Samnorræn (VINX) 92,5 2,30% 6,21% 13,35% 16,03% 16,90% 28,33%
Svíþjóð (OMXS30) 1065,2 1,77% 4,47% 13,71% 13,68% 12,85% 20,38%
Noregur (OBX) 343,1 4,69% 7,91% 8,30% 7,78% 1,44% 25,53%
Finnland (OMXH25)  2295,4 2,85% 7,70% 16,05% 16,29% 14,25% 27,98%
Danmörk (OMXC20) 419,5 2,11% 4,39% 14,37% 21,71% 26,06% 31,41%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 9. ágúst 2010)

 

Krónan

Gengi krónunnar hélt áfram að styrkjast í vikunni.  Gengisvísitalan endaði í 209,36 stigum og lækkaði um 0,79% í vikunni.  Reikna má með að sumarleyfi í júlí mánuði hafi haft áhrif á millibankamarkað með gjaldeyrir, en velta hefur verið mjög lítil undanfarnar vikur.

Í júlí nam heildarvelta 629 milljónum, og minnkaði um 312 milljónir frá því í júní.  Greinilegt er þó að krónan er í styrkingarfasa og frá áramótum hefur gengisvísitala krónunnar lækkað um 10,07% og krónan styrkst sem því nemur. 

Þessi þróun ásamt hjöðnun verðbólgu styrkir þá skoðun að peningastefnunefnd Seðlabankans muni á næsta vaxtaákvörðunardegi, 18. ágúst n.k., tilkynna um lækkun stýrivaxta.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 209,36 -0,79% -1,67% -4,46% -9,29% -10,07% -9,87%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 9. ágúst 2010)


Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.