Markaðsfréttir 28.-31. júlí

Lesa

Markaðsfréttir 21.-25. júlí 2008

Lesa

Markaðsfréttir 14.-18. júlí 08

Lesa

Markaðsfréttir 7.-11. júlí

Vikan 7. – 11. júlí 2008HlutabréfHlutabréf (OMXI15) lækkuðu um 1,83% í vikunni. Velta er enn lítil og engir peningar að streyma inn á markaðinn. Í síðustu viku hækkuðu aðeins tvö félög í OMXI15 vísitölunni en það voru Marel með 1,71% hækkun og Atorka með 0,33% hækkun. Bakkavör lækkaði mest allra félaga, um 6,69% og Exista um 6,43%. Markaðurinn náði sínu lægsta gildi frá áramótum enn og aftur. Erlendir markaðir sveifluðust mikið og er ástæða þess að sífellt meiri vandræði fjármálastofnana er að koma í ljós.SkuldabréfTöluverð velta var á skuldabréfamarkaði í vikunni. Verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,59% á meðan óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,68%. Í byrjun vikunnar birti ein greiningardeildanna verðbólguspá upp á 1,6% fyrir júlí og hefur sú spá án efa haft sitt að segja um verðþróun skuldabréfa í vikunni.  Síðan þá hefur komið fram spá sem gerir ráð fyrir töluvert minni verðbólgu eða 0,5%. Á fimmtudag gaf Seðlabankinn út áætlun um útboð ríkisbréfa en samkvæmt henni stendur til að gefa út ríkisbréf fyrir 68 ma.kr. það sem eftir er af árinu. Mest verður gefið út af tveimur flokkum sem eru á gjalddaga 2009 og 2010 eða 25 ma.kr. af hvorum flokki. Gengi ríkisskuldabréfa næstu mánuði mun ráðast m.a. af því hversu hratt dregur úr verðbólgu og hvenær hylla tekur undir lækkun stýrivaxta.KrónanKrónan styrktist um 1,5% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ. Þrjá daga var styrking, en veiking tvo daga. Þó varð töluverð lækkun á föstudag eftir að SÍ hafði birt sitt gengi. Ástæða þess var aukin áhættufælni sem leiddi til lækkunar á hlutabréfum víða um heim, kaupa á lágvaxtamyntum og sölu á hávaxtamyntum. Áhættufælni er einmitt stærsti áhrifavaldur á gengi hávaxtamynta. Krónan rauf á fimmtudag mikilvægt viðmið til styrkingar en þetta viðmið hefur ekki verið rofið síðan í nóvember 2007 en var þá til veikingar. Ástand lausafjárkrísunnar hefur verið að versna og sífellt fleiri bankar að lenda í vandræðum, nú síðast í Danmörku. Vandamálið sem byrjaði í Bandaríkjunum og flæddi til Evrópu hefur nú stungið sér niður á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að krónan sé ódýr og skortur á krónum í umferð þá munu alþjóðlegir vindar feykja henni til og frá. Þó er líklegt þegar horft er fram á veginn í nokkra mánuði að krónan styrkist en ástandið er mjög brothætt og gæti snúist í veikingu án mikils tilefnis.
Lesa

Markaðsfréttir 30. júní.-4. júlí

Vikan 30. júní - 4. júlí 2008Hlutabréf Hlutabréf (OMXI15) lækkuðu um 2,76% í vikunni. Lágdeyða er á markaðinum og sumarfrí er allsráðandi. Velta er lítil og fáir þátttakendur á markaði þessa dagana. Í síðustu viku hækkuðu aðeins tvö félög í OMXI15 vísitölunni en það voru Icelandair með 3,41% hækkun og Spron um 2,1%. Bakkavör lækkaði mest, um 8,39%, Exista um 5,92% og Atorka um 5,28%. Stóru bankarnir lækkuðu allir, um 1,93% til 2,73%. Í vikunni náði markaðurinn enn og aftur sínu lægsta gildi frá áramótum. Erlendir markaðir hafa haldið áfram að lækka samfara aukinni áhættufælni og væntingum um minnkandi hagvöxt og hefur innlendur markaður fylgt þeirri stefnu. Fátt bendir til verulegs viðsnúnings í bráð.SkuldabréfSeðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti þann 3. júlí s.l. Á kynningarfundi bankans kom m.a. fram að veiking krónunnar hefði skilað sér fyrr út í verðlag en búist var við og m.v. forsendur bankans væri vaxtalækkunar ekki að vænta fyrr en á fyrsta ársfjórðungi 2009. Tilkynningin hafði töluverð áhrif á þróun skuldabréfa og lækkuðu óverðtryggð skuldabréf eftir að hafa hækkað fyrri hluta vikunnar. Lækkun óverðtryggðra skuldabréfa í vikunni nam 0,33% á meðan verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,65%. Gengi ríkisskuldabréfa næstu mánuði mun ráðast m.a. af því hversu hratt dregur úr verðbólgu og þá hvort líkur verði á að bið eftir lækkun stýrivaxta verði styttri en Seðlabankinn gerir nú ráð fyrir.KrónanKrónan styrktist um 5,49% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ. Þrjá daga var mikil styrking en smávægileg lækkun í tvo daga. Gjaldeyrismarkaðurinn tók vel í vaxtaákvörðun og ummæli SÍ og styrktist krónan töluvert seinni hluta þess dags. Krónan er mjög veik nú um stundir og ýmsir stærri aðilar eru að selja erlendar eignir og færa yfir í innlendar. Það veldur styrkingu á krónunni. Slíkar aðgerðir valda gjarnan hjarðhegðun og hafa aukið ásókn í krónuna, því aðilar vilja ekki missa ekki af vagninum. Vaxtamunurinn er enn mjög lítill í vaxtaskiptasamningum (Swap) með krónuna en er þó að aukast. Ástæða þess er líklega skortur á krónum í umferð fremur en bætt kjör á lánalínum bankanna. Þó er ástandið mjög brothætt og gæti snúist í veikingu án mikils tilefnis.
Lesa

Börkur hljóp 530km í maí

Lesa

Markaðsfréttir 23.-27. júní

Hlutabréf (OMXI15) lækkuðu um 2,1% í vikunni. Lækkun hefur verið í þrjár af seinustu fjórum vikum. Í síðustu viku hækkaði Icelandair mest, eða um 5,9% og Landsbankinn um 1,08%. Exista lækkaði um 11,63% sem var mesta lækkun vikunnar. Spron lækkaði um 9,51% og Bakkavör um 9,16% en aðrir lækkuðu mun minna. Velta á markaðinum er enn lítil, stórir aðilar halda að sér höndum en minni aðilar selja markaðinn niður. Í vikunni náði markaðurinn sínu lægsta gildi frá áramótum og nemur lækkun hans nú um 30% frá áramótum. Framhaldið er í óvissu og ljóst er að svartsýni ásamt erfiðu aðgengi lánsfjár verður dragbítur hlutabréfamarkaðarins eitthvað áfram. Aðstæður á erlendum mörkuðum er þar stærsti áhrifavaldurinn.Skuldabréf Skuldabréfamarkaður var líflegur í vikunni líkt og undanfarið.  Nokkur viðsnúningur var frá síðustu viku og hækkuðu bæði óverðtryggð og verðtryggð skuldabréf þó svo að hækkunin næði ekki að vinna upp lækkun síðustu viku. Verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,15% og óverðtryggð um 0,73%.  Síðast liðinn fimmtudag fór fram útboð á tveimur flokkum óverðtryggðra ríkisbréfa. Óskað var eftir tilboðum í 25 ma.kr. og bárust tilboð í nær tvöfalda þá upphæð. Í kjölfar útboðsins lækkaði ávöxtunarkrafa umræddra flokka og virðist því eftirspurn eftir bréfum sem þessum töluverð. Hagstofa Íslands birti mælingu á vísitölu neysluverðs sama dag og hækkaði vísitalan um 0,89% frá fyrra mánuði. Næstkomandi fimmtudag er vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands (SÍ). Komi fram einhver teikn um að lækkun vaxta gæti verið í nánd má búast við lækkandi ávöxtunarkröfu óverðtryggðra ríkisbréfa en að sama skapi gæti dregið úr eftirspurn eftir verðtryggðum bréfum vegna minni verðbólguvæntinga.Krónan Krónan veiktist um 2,12% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ. Miklar sveiflur einkenndu vikuna og styrktist krónan mikið á miðvikudag eða um rúm 4%. Þetta er næst mesta styrking síðan flotgengisstefnan var tekin upp í mars 2001. Líklegt er að kaup á krónum í tengslum við útboð ríkisvíxla á fimmtudag hafi haft töluverð áhrif til styrkingar. Mikill áhugi í útboðinu bendir til þess að erlendir aðilar eru tilbúnir að fjárfesta á háum krónuvöxtum við núverandi stöðu krónunnar. Hinsvegar er vaxtamunur í vaxtaskiptasamningum (Swap) með krónuna lítill eða enginn og því lítill áhuga að fara þá leið. Í ljósi mikillar óvissu eru aðilar ekki tilbúnir að taka stöðu með krónunni nema þeir fái ríkulega vexti og því líklegt að krónan hafi litla möguleika á verulegri styrkingu fyrr en fyrrnefndur vaxtamunur aukist að nýju.  
Lesa

Markaðsfréttir 16.-20. júní

Lesa

Markaðsfréttir 09-.13. júní

Lesa

Markaðsfréttir 02.-06. júní

Lesa