Sjóðastýring
ÍV Alþjóðlegur hlutabréfasjóður
Markmið sjóðsins er að ná góðri ávöxtun og tryggja áhættudreifingu með því að fylgja fyrirfram ákveðinni aðferðafræði við samsetningu á eignasafni sjóðsins.
Sjóðurinn leitast við að fjárfesta í þeim 100 hlutabréfum sem hafa mest vægi miðað við markaðsvirði í MSCI All Country World Index (MSCI ACWI). Aðferðafræðin byggir á því að sjóðurinn fjárfestir skilyrðislaust í jöfnum hlutföllum í þessum 100 hlutabréfum. Samkvæmt þessu mun sjóðurinn fjárfesta um það bil 1,0% af heildareignum sínum í hlutabréfum hvers félags.
Markmið aðferðafræðinnar er tvíþætt: annars vegar að tryggja góða áhættudreifingu og hins vegar að auka hlutfallslegt vægi minni félaga í vísitölunni á kostnað þeirra stærri.
Samsetning eignasafnsins er endurstillt mánaðarlega, miðað við stöðu á síðasta virka degi hvers mánaðar.
Yfirlit
Eignaflokkur | Hlutabréfasjóður |
Rekstrarform | --- |
Rekstraraðili | Íslensk Verðbréf |
Uppgjörstími kaupa/sölu | Einn virkur dagur (T+1) |
Vörslufyrirtæki | T Plús hf. |
Áhættuflokkun | 5/7 |
ISIN | IS0000019586 |
Stofnár | 2005 |
Stærð (í m.kr.) | 2.026,7 |
Gjaldmiðill | ISK |
Umsýsluþóknun á ári | 1.5% |
Gengismunur | Enginn |
Viðskiptatími | 10:00 - 14:00 |
Lágmarkskaup | 5.000 kr. |
Sjóðstjórn
Halldór Andersen | |
Jón Rúnar Ingimarsson |
Lagalegir fyrirvarar
Upplýsingar á heimasíðu þessari eru veittar í upplýsingaskyni eingöngu en skulu ekki nýttar á þeirri forsendu að um sé að ræða ráðleggingar vegna fjárfestinga í fjármálagerningum eða öðru. | Sjá nánari upplýsingar |