SJÓÐASTÝRING
ÍV Eignasafn I - Innlend og erlend skuldabréf
Fjárfesting í sjóðnum hentar einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestum sem vilja nýta sér kosti sjóðaformsins, eru að fjárfesta til langs tíma og leita eftir virkri dreifingu og hreyfingum á milli eignaflokka, eignamarkaða og markaðssvæða, erlendum fjárfestingum og virkri stýringu.
Sjóðurinn er fyrstur í röðinni í Eignasafnalínu ÍV og ÍV sjóða þar sem hann flokkast sem áhættuminnstur mv. fjárfestingarheimildir, undirliggjandi eignir og virkni. Sjóðurinn fjárfestir eingöngu í innlendum og erlendum skuldabréfum og innlánum og ber því lægstu áhættu sjóða í línunni og hefur takmarkaðar verðhreyfingar og flökt miðað við aðra sjóði sem fjárfesta einnig í áhættumeiri eignaflokkum.
Eignum og eignasamsetningu er stýrt með virkum hætti af sérfræðingum í eignastýringarteymi sjóðsins sem taka mið af markaðs- og efnahagsaðstæðum hverju sinni. Þótt áhætta sé lág getur ávöxtun sveiflast og því er mikilvægt að ekki sé horft til mjög skamms tíma við mat á árangri.
Sjóðurinn hentar vel fyrir þá sem fjárfesta með reglubundnum hætti, t.d með reglulegri áskrift.
Sjóðurinn er verðréfasjóður á hlutdeildarformi í rekstri ÍV sjóða hf. undir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands skv. lögum nr. 128/2011 og lögformlegt heiti hans er ÍV Eignasafni I.
Yfirlit
| Eignaflokkur | Eignastýringarsjóður |
| Rekstrarform | Verðbréfasjóður |
| Rekstraraðili | Íslensk Verðbréf |
| Uppgjörstími kaupa/sölu | Tveir virkir dagar (T+2) |
| Vörslufyrirtæki | T Plús hf. |
| Áhættuflokkun | 2/7 |
| ISIN | IS0000021699 |
| Stofnár | 2011 |
| Stærð (í m.kr.) | 895,8 |
| Gjaldmiðill | ISK |
| Umsýsluþóknun á ári | 0.6% |
| Árangursþóknun | 15% umfram ávöxtunarviðmið |
| Árangursviðmið | Depo + 2% |
| Þóknun við kaup | 0,5% |
| Þóknun við sölu | 0% |
| Afgreiðslutími | 10:00 - 14:00 |
| Lágmarkskaup | 5.000 kr. |
| Áskriftarmöguleikar | Já |
Sjóðstjórn
| Guðrún Una Valsdóttir | |
| Halldór Andersen |
Lagalegir fyrirvarar
| Upplýsingar á heimasíðu þessari eru veittar í upplýsingaskyni eingöngu en skulu ekki nýttar á þeirri forsendu að um sé að ræða ráðleggingar vegna fjárfestinga í fjármálagerningum eða öðru. | Sjá nánari upplýsingar |