SJÓÐASTÝRING
ÍV Eignasafn III - Eignadreifing / Hlutabréf hámark 55%
Fjárfesting í sjóðnum hentar einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestum sem vilja nýta sér kosti sjóðaformsins, eru að fjárfesta til langs tíma og leita eftir virkri dreifingu og hreyfingum á milli eignaflokka, eignamarkaða og markaðssvæða, erlendum fjárfestingum og virkri stýringu.
Sjóðurinn er þriðji í röðinni í Eignasafnalínu ÍV og ÍV sjóða þar sem sá fyrsti flokkast sem áhættuminnstur mv. fjárfestingarheimildir, undirliggjandi eignir og virkni og sá fjórði áhættumestur.
Eignum og eignasamsetningu er stýrt með virkum hætti af sérfræðingum í eignastýringarteymi sjóðsins sem taka mið af markaðs- og efnahagsaðstæðum hverju sinni. Ávöxtun sjóðsins getur sveiflast nokkuð og því er mikilvægt að ekki sé horft til mjög skamms tíma við mat á árangri.
Sjóðurinn hentar vel fyrir þá sem fjárfesta með reglubundnum hætti, t.d með reglulegri áskrift
Sjóðurinn er verðbréfasjóður á hlutdeildarformi í rekstri ÍV sjóða hf. undir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands skv. lögum nr. 128/2011 og lögformlegt heiti hans er ÍV Eignasafni III.
Yfirlit
Eignaflokkur | Eignastýringarsjóður |
Rekstrarform | --- |
Rekstraraðili | Íslensk Verðbréf |
Uppgjörstími kaupa/sölu | Einn virkur dagur (T+1) |
Vörslufyrirtæki | T Plús hf. |
Áhættuflokkun | 4/7 |
ISIN | IS0000021707 |
Stofnár | 2011 |
Stærð (í m.kr.) | 1.494,7 |
Gjaldmiðill | ISK |
Umsýsluþóknun á ári | 1% |
Gengismunur | Enginn |
Afgreiðslutími | 10:00 - 14:00 |
Lágmarkskaup | 5.000 kr. |
Sjóðstjórn
Guðrún Una Valsdóttir | |
Halldór Andersen |
Lagalegir fyrirvarar
Upplýsingar á heimasíðu þessari eru veittar í upplýsingaskyni eingöngu en skulu ekki nýttar á þeirri forsendu að um sé að ræða ráðleggingar vegna fjárfestinga í fjármálagerningum eða öðru. | Sjá nánari upplýsingar |