SJÓÐASTÝRING

ÍV Erlent skuldabréfasafn

Fyrir hvern er sjóðurinn?

Sjóðurinn hentar einstaklingum og lögaðilum, svo sem fyrirtækjum, fagfjárfestum og stofnunum sem kjósa að fjárfesta í verðbréfasjóðum sem hafa það eingöngu að markmiði að veita viðtöku fjár til sameiginlegrar fjárfestingar í tilteknum eignaflokki og dreifa eignum í samhengi við vænta ávöxtun og áhættu samkvæmt fyrir fram kunngerðri fjárfestingarstefnu. Sjóðurinn hentar aðilum sem fjárfesta til langs tíma og leita eftir virkri stýringu eignasafns, örum viðskiptum með eignir og hreyfingum innan eignamarkaða og markaðssvæða.

Eignasafni sjóðsins er stýrt með virkum hætti og sveiflur í verðmæti undirliggjandi eigna geta verið miklar. Eignarhlutdeild í verðbréfasjóðnum getur þannig rýrnað, aukist eða staðið í stað, allt eftir gengi og markaðsvirði undirliggjandi verðbréfa sem sjóðnum er heimilt að fjárfesta í samkvæmt fjárfestingarstefnu sinni.

Markmið og fjárfestingarstefna

Markmið sjóðsins er að veita hlutdeildarskírteinishöfum ávöxtunartækifæri í gegnum safn skuldabréfa á heimsvísu. Sjóðurinn fjárfestir í eignum sem skráðar eru á skipulagðan verðbréfamarkað eða eignum sem hafa virka daglega verðmyndun. Safn skuldabréfa getur innihaldið, svo sem en ekki tæmandi, eignir sem skráðar eru á mismunandi markaði, í mismunand löndum og í mismunandi mynt. Áhersla er lögð á seljanleika og gæði eigna í samhengi við áhættu..

Sjóðurinn ávaxtar fjármuni hlutdeildarskírteinishafa að meginstefnu með beinni fjárfestingu í skuldabréfum á heimsvísu, verðbréfum, og peningamarkaðsbréfum. Sjóðurinn hefur heimild til að fjárfesta í öðrum sjóðum, en að mjög takmörkuðu leiti (hámark 10%). Eignir eru skráðar á skipulagðan verbréfamarkað eða hafa daglega verðmyndun.

Yfirlit

EignaflokkurSkuldabréfasjóður
Rekstrarform---
RekstraraðiliÍslensk Verðbréf
Uppgjörstími kaupa/söluEinn virkur dagur (T+1)
VörslufyrirtækiT Plús hf.
Áhættuflokkun3/7
ISINIS0000033249
Stofnár2021
Stærð (í m.USD.)13,7
GjaldmiðillUSD
Umsýsluþóknun á ári0.8%
GengismunurEnginn
Afgreiðslutími10:00 - 14:00
Lágmarkskaup50 USD.

Lagalegir fyrirvarar

Upplýsingar á heimasíðu þessari eru veittar í upplýsingaskyni eingöngu en skulu ekki nýttar á þeirri forsendu að um sé að ræða ráðleggingar vegna fjárfestinga í fjármálagerningum eða öðru.Sjá nánari upplýsingar