Sjóðastýring
ÍV Íslensk hlutabréf - Aðallisti hs.
ÍV Íslensk hlutabréf - Aðallisti er sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta sem er ætlaður þeim sem vilja ávaxta fjármuni til meðallangs eða langs tíma þar sem gengi sjóðsins sveiflast í takt við breytingar á hlutabréfamarkaði. Sjóðurinn hentar einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestum.
Markmið sjóðsins er að ná góðri ávöxtun og áhættudreifingu með því að fjárfesta í hlutabréfum sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum markaði Nasdaq Iceland samkvæmt fyrirfram ákveðinni aðferðafræði sem er notuð sem grunnur að eignasamsetningu sjóðsins. Aðferðafræðin ákvarðar þannig hlutfall hvers hlutabréfs í sjóðnum en heimild er til skilgreindra frávika til að lágmarka viðskiptakostnað eða vegna tímasetningar greiðslna, s.s arðgreiðslna. Sjóðurinn hefur heimild til að víkja frá aðferðafræðinni til að tryggja sér hlutabréf í félögum þar sem skráning á skipulegan markað Nasdaq Iceland er fyrirhuguð og innan við 45 dagar eru þar til hlutabréf félagsins verða tekin þar til viðskipta.
Aðferðafræðin byggir á því að fjárfesta skilyrðislaust í jöfnum hlutföllum í þeim hlutabréfum sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum markaði Nasdaq Iceland á hverjum tíma.
Yfirlit
| Eignaflokkur | Hlutabréfasjóður |
| Rekstrarform | Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta |
| Rekstraraðili | Íslensk Verðbréf |
| Uppgjörstími kaupa/sölu | Tveir virkir dagar (T+2) |
| Vörslufyrirtæki | T Plús hf. |
| Áhættuflokkun | 5/7 |
| ISIN | IS0000021715 |
| Stofnár | 2012 |
| Stærð (í m.kr.) | 1.569,9 |
| Gjaldmiðill | ISK |
| Umsýsluþóknun á ári | 0.8% |
| Þóknun við kaup | 1% |
| Þóknun við sölu | 0% |
| Viðskiptatími | 10:00 - 14:00 |
| Lágmarkskaup | 5.000 kr. |
| Áskriftarmöguleikar | Já |
Sjóðstjórn
| Halldór Andersen | |
| Jón Rúnar Ingimarsson |
Lagalegir fyrirvarar
| Upplýsingar á heimasíðu þessari eru veittar í upplýsingaskyni eingöngu en skulu ekki nýttar á þeirri forsendu að um sé að ræða ráðleggingar vegna fjárfestinga í fjármálagerningum eða öðru. | Sjá nánari upplýsingar |