SJÓÐASTÝRING
ÍV Ríkisskuldabréfasjóður
ÍV Ríkisskuldabréfasjóður er traustur kostur fyrir þá sem vilja spara til lengri tíma. Sjóðurinn hentar bæði einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestum en þar sem gengi hans getur sveiflast töluvert er mælst til þess að fjárfestingar í sjóðnum séu til 2ja ára eða lengur.
Einungis er fjárfest í markaðsverðbréfum með ríkisábyrgð og er meðallíftími fjárfestinga sjóðsins á bilinu 6-12 ár. Stýring sjóðsins tekur að töluverðu leyti mið af verðbólguhorfum og því getur verðtryggingarhlutfall hans verið breytilegt frá mánuði til mánaðar.
Yfirlit
Eignaflokkur | Skuldabréfasjóður |
Rekstrarform | --- |
Rekstraraðili | Íslensk Verðbréf |
Uppgjörstími kaupa/sölu | Einn virkur dagur (T+1) |
Vörslufyrirtæki | T Plús hf. |
Áhættuflokkun | 2/7 |
ISIN | IS0000007045 |
Stofnár | 2002 |
Stærð (í m.kr.) | 2.113,0 |
Gjaldmiðill | ISK |
Umsýsluþóknun á ári | 1% |
Gengismunur | Enginn |
Afgreiðslutími | 10:00 - 14:00 |
Lágmarkskaup | 5.000 kr. |
Lagalegir fyrirvarar
Upplýsingar á heimasíðu þessari eru veittar í upplýsingaskyni eingöngu en skulu ekki nýttar á þeirri forsendu að um sé að ræða ráðleggingar vegna fjárfestinga í fjármálagerningum eða öðru. | Sjá nánari upplýsingar |