Sjóðastýring
ÍV Sparisafn
ÍV Sparisafn er traustur kostur fyrir þá sem vilja ávaxta fjármuni með fjárfestingu í ríkistryggðum skuldabréfum og öðrum skráðum skuldabréfum í eitt ár eða lengur. Sjóðurinn hentar bæði einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestum.
Fjárfest er í skuldabréfum og víxlum, útgefnum af eða með ábyrgð íslenska ríkisins, öðrum skráðum skuldabréfum og innlánum fjármálastofnana. Líftími eignasafns sjóðsins er á bilinu 1-5 ár. Stýring sjóðsins tekur að nokkru leyti mið af verðbólguhorfum og því getur verðtryggingarhlutfall hans verið breytilegt frá mánuði til mánaðar. Einnig er horft til þróunar á ávöxtunarkröfu á markaði.
Yfirlit
Eignaflokkur | Skuldabréfasjóður |
Rekstrarform | --- |
Rekstraraðili | Íslensk Verðbréf |
Uppgjörstími kaupa/sölu | Einn virkur dagur (T+1) |
Vörslufyrirtæki | T Plús hf. |
Áhættuflokkun | 2/7 |
ISIN | IS0000021723 |
Stofnár | 2011 |
Stærð (í m.kr.) | 667,4 |
Gjaldmiðill | ISK |
Umsýsluþóknun á ári | 0.8% |
Gengismunur | Enginn |
Viðskiptatími | 10:00 - 14:00 |
Lágmarkskaup | 5.000 kr. |
Lagalegir fyrirvarar
Upplýsingar á heimasíðu þessari eru veittar í upplýsingaskyni eingöngu en skulu ekki nýttar á þeirri forsendu að um sé að ræða ráðleggingar vegna fjárfestinga í fjármálagerningum eða öðru. | Sjá nánari upplýsingar |