Sjóðastýring

ÍV Stokkur

ÍV Stokkur er sérhæfður sjóður fyrir almenning sem er einkum ætlaður fjárfestum sem sækjast eftir virkri stýringu á hlutabréfum, eru að fjárfesta til langs tíma og eru tilbúnir að taka áhættu á sveiflum í ávöxtun. Sjóðurinn hentar einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestum sem þola töluverðar sveiflur í ávöxtun.

Sjóðurinn fjárfestir í innlendum hlutabréfum (skráðum og óskráðum) og innlánum fjármálafyrirtækja. Í samræmi við skoðun ÍV sjóða, á hverjum tíma, fjárfestir sjóðurinn í þeim eignarflokki sem líklegur er til þess að gefa góða ávöxtun að teknu tilliti til áhættu. Markmið sjóðsins er að ná fram betri langtímaávöxtun en innlendur markaður með skráð hlutabréf í heild. Sjóðnum er heimilt að festa það fé sem hann nýtir til fjárfestinga í öðrum sjóðum að hluta eða öllu leyti í sjóðum sem reknir eru af ÍV sjóðum hf.

Yfirlit

EignaflokkurHlutabréfasjóður
Rekstrarform---
RekstraraðiliÍslensk Verðbréf
Uppgjörstími kaupa/söluEinn virkur dagur (T+1)
VörslufyrirtækiT Plús hf.
Áhættuflokkun6/7
ISINIS0000026920
Stofnár2016
Stærð (í m.kr.)1.106,6
GjaldmiðillISK
Umsýsluþóknun á ári1.7%
GengismunurEnginn
Viðskiptatími10:00 - 14:00
Lágmarkskaup5.000 kr.

Lagalegir fyrirvarar

Upplýsingar á heimasíðu þessari eru veittar í upplýsingaskyni eingöngu en skulu ekki nýttar á þeirri forsendu að um sé að ræða ráðleggingar vegna fjárfestinga í fjármálagerningum eða öðru.Sjá nánari upplýsingar