ÍV Skammtímasjóður plús hs.
ÍV Skammtímasjóður plús hs. er sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta. Sjóðurinn fjárfestir í innlánum, víxlum, skuldabréfum og öðrum stuttum fjármálagjörningum útgefnum af ríki, sveitarfélögum, fjármálafyrirtækjum og fyrirtækjum.
Markmið sjóðsins er að skila jafnri ávöxtun á skammtímavaxtamarkaði þar sem hámarks meðallíftími eignasafnsins er 397 dagar. Sjóðurinn hentar einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja fjárfesta til skamms tíma með litlum sveiflum í ávöxtun. Ráðlagður fjárfestingartími er þrír mánuðir eða lengur.
Frekari upplýsingar má nálgast í lykilupplýsingum og í útboðslýsingu sjóðsins.
Yfirlit
| Eignaflokkur | Innlán og skuldabréf |
| Rekstrarform | Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta |
| Rekstraraðili | Íslensk verðbréf hf. |
| Uppgjörstími kaupa/sölu | Einn virkur dagur (T+1) |
| Áhættuflokkun | 1/7 |
| ISIN | IS0000035277 |
| Stofnár | 2023 |
| Stærð (í m.kr.) | 3.157 |
| Gjaldmiðill | ISK |
| Árleg umsýsluþóknun | 0,5% |
| Gengismunur | 0,00% |
| Viðskiptatími | 09:00-14:30 |
| Lágmarkskaup | 10.000 kr. |
Lagalegir fyrirvarar
| Upplýsingar á heimasíðu þessari eru veittar í upplýsingaskyni eingöngu en skulu ekki nýttar á þeirri forsendu að um sé að ræða ráðleggingar vegna fjárfestinga í fjármálagerningum eða öðru. | Sjá nánari upplýsingar |