Fjölbreyttir valkostir

Sjóðir Íslenskra verðbréfa

Íslensk verðbréf bjóða upp á fjölbreytta valkosti fyrir almenna fjárfesta og fagfjárfesta. Vöruframboð Íslenskra verðbréfa byggir á því að viðskiptavinir geti fundið sjóð sem hentar sínu áhættuþoli, fjárfestingartíma og væntingum um ávöxtun.

Sérfræðingar Íslenskra verðbréfa fylgjast daglega með upplýsingum um fjármálamarkaði og aðstæður í efnahagsumhverfinu og gera ítarlega greiningu á þeim þáttum sem hafa áhrif á virði verðbréfa. Við stýringu sjóða beita sérfræðingar Íslenskra verðbréfa virkri stýringu með það að markmiði að ná langtímaárangri umfram fyrirfram skilgreint viðmið.

Yfirlit sjóða

Hér má sjá yfirlit yfir alla sérhæfða sjóði fyrir almenna fjárfesta í rekstri Íslenskra verðbréfa hf. og nafnávöxtun þeirra. SIV Skammtímasjóður hs. hét áður SIV Lausafé hs. og SIV Lausafjársjóður hs. hét áður Glymur - Lausafjársjóður hs.

Loading...
Loading...
Loading...

Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkkað og lækkað vegna verðbreytinga á eignum sjóðanna og vegna gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóða eru í erlendum gjaldmiðlum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og fjárfestar kunna að fá minna til baka en upphaflega var fjárfest fyrir.