Jón Helgi Pétursson

Rekstrarstjóri

Jón Helgi er rekstrarstjóri hjá Íslenskum verðbréfum. Hann hefur frá árinu 2005 gegnt ýmsum stjórnunarstöðum á vegum félagsins og móðurfélags þess, stærstan hluta tímabilsins sem framkvæmdastjóri félagsins. Áður starfaði hann sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Höfðhverfinga frá 2000-2005 og sem ráðgjafi hjá Rekstri og ráðgjöf Norðurlandi ehf. frá 1998-2000.

Jón Helgi er með MBA gráðu í stjórnun frá University of Hull í Bretlandi og B.Sc. gráðu í rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Þá hefur Jón Helgi lokið prófi í verðbréfaréttindum.

Senda póst