Eignastýringarsjóðir

Eignastýring í gegnum eignastýringarsjóði hefur marga kosti umfram það að kaupa í nokkrum mismunandi sjóðum. Íslensk verðbréf bjóða uppá fjóra mismunandi eignastýringarsjóði. Til að ná fram aukinni eignadreifingu og sveigjanleika kjósa margir viðskiptavinir að kaupa í fleiri en einum sjóð. Fjármunum sjóðanna er dreift á innlend og erlend verðbréf, bæði skuldabréf og hlutabréf.

Kostir þess að fjárfesta í eignastýringarsjóðum

  • Mikil eignadreifing
  • Virk stýring á milli eignaflokka
  • Aðgengi að sérfræðiteymi Íslenskra verðbréfa
  • Skattalegt hagræði
  • Frestun á skattgreiðslum
  • Einföld skattskýrslugerð
  • Einfalt að kaupa og selja á verðbréfavef Íslenskra verðbréfa