Íslensk verðbréf er sjálfstætt eignastýringafyrirtæki sem þjónað hefur einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestum frá árinu 1987. Félagið er eitt elsta starfandi fjármálafyrirtæki landsins og hefur frá stofnun verið með höfðuðstöðvar á Akureyri.
Íslensk verðbréf eru óháð verðbréfafyrirtæki og stundar ekki eigin viðskipti eða útlánastarfsemi. Félagið er því ekki virkur þátttakandi á mörkuðum með eigin fjármuni.
Íslensk verðbréf eru á Glerárgötu 24, Akureyri.
Íslensk verðbréf hafa yfir að ráða fjölbreyttum hóp sérfræðinga með góða starfsreynslu á fjármálamarkaði auk víðtækrar menntunar. Áhersla er lögð á gott starfsumhverfi og stuðla þannig að ánægju starfsmanna félagsins og um leið viðskiptavina þess.
Hér er að finna nánari upplýsingar um starfsfólk Íslenskra verðbréfa
Hluthafar Íslenskra verðbréfa hf. eru 6 talsins og á 1 hluthafi umfram 1% hlut. Sá hluthafi er:
Vátryggingarfélag Íslands hf. (Skagi) | 98,08% |
Stjórn félagsins samþykkti á fundi sínum 28. mars 2023 stjórnháttaryfirlýsingu sem hægt er að finna hér.
Samþykktir félagsins er hægt að finna hér.