Allt frá stofnun Íslenskra verðbréfa árið 1987 hafa markaðsviðskipti verið mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins. Íslensk verðbréf hafa verið aðili að Nasdaq OMX á Íslandi frá árinu 1995. Um áramótin sameinuðust markaðsviðskipti Íslenskra verðbréfa og Fossa fjárfestingarbanka undir merkjum Fossa en bæði félög eru hluti af samstæðu Skaga hf.
Eiríkur Jóhannsson, sem veitti markaðsviðskiptum Íslenskra verðbréfa forstöðu, starfar nú hjá markaðsviðskiptum Fossa (eirikur.johannsson@fossar.is) og hefur starfsaðstöðu á Akureyri.
Viðskiptavinum er bent á að hafa samband við markaðsviðskipti Fossa æski þeir þjónustu markaðsviðskipta. Frekari upplýsingar um markaðsviðskipti Fossa fjárfestingarbanka má finna hér.