Markaðsviðskipti

Allt frá stofnun Íslenskra verðbréfa árið 1987 hafa markaðsviðskipti verið mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins.  Íslensk verðbréf hafa verið aðili að Nasdaq OMX á Íslandi frá árinu 1995 og er auðkenni félagsis í viðskiptum ISIVE. 

Sérstaða Íslenskra verðbréfa

Allar fjárfestingar Íslenskra verðbréfa fyrir eigin reikning eru í sjóðum félagsins.  Með öðrum orðum keppir félagið ekki við viðskiptavini sína um þau tækifæri sem bjóðast á markaðinum hverju sinni. Með þessu er komið í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra milli félagsins annars vegar og viðskiptavina hins vegar.

Miðlun verðbréfa

Starfsmenn markaðsviðskipta þjónusta viðskiptamenn Íslenskra verðbréfa við kaup og sölu á skráðum og óskráðum verðbréfum.  Við leggjum metnað okkar í að veita persónulega ráðgjöf og vandaða þjónustu.