Íslensk verðbréf flytja

Fyrr á árinu urðu Íslensk verðbréf hluti af samstæðu Skaga en auk Íslenskra verðbréfa eru VÍS, Fossar og SIV eignastýring innan samstæðu Skaga. Íslensk verðbréf hafa nú flutt starfsemi sína á Akureyri frá Hvannavöllum 14 í Glerárgötu 24 (í sama húsnæði og VÍS er með starfsemi).

Við bjóðum viðskiptavini okkar velkomna til okkar á nýjan stað.