ÍV Fyrirtækjaráðgjöf

ÍV Fyrirtækjaráðgjöf veitir fyrirtækjum, fjárfestum, stofnunum og samtökum, margskonar þjónustu á flestum sviðum fyrirtækjaviðskipta.

  • Kaup, sala og samruni fyrirtækja
  • Verðmat
  • Milliganga um fjármögnun viðskiptatækifæra
  • Fjárhagsleg endurskipulagning
  • Öflun hlutafjár

Kaup, sala og samruni fyrirtækja

ÍV Fyrirtækjaráðgjöf veitir ráðgjöf vegna kaupa og sölu fyrirtækja eða rekstrareininga. Í slíkum ferlum sér ÍV Fyrirtækjaráðgjöf um allt kaup- eða söluferlið og stýrir samningaviðræðum. Verkstjórn er unnin í samræmi við samþykkta aðferðafræði, greiningu tækifæra, virðismati, greiningu virðisaukandi þátta, umsjón með samningaviðræðum og frágangi viðskipta.

ÍV Fyrirtækjaráðgjöf leitar einnig að hentugum fjárfestingarkostum fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Þar vinna ráðgjafar náið með viðkomandi fjárfesti að leit og greiningu mögulegra fjárfestingarkosta í þeim tilgangi að finna þau fjárfestingartækifæri sem henta og skila viðkomandi fjárfesti fjárhagslegum ávinningi.

Þá sér ÍV Fyrirtækjaráðgjöf um að stýra samrunaferlum og sameiningum fyrirtækja.

Verðmat

Margar ástæður geta verið fyrir því að nauðsynlegt er fyrir eigendur fyrirtækja að fá vandað mat á verðmæti fyrirtækis, rekstrar eða einstakra rekstrareininga. Lögð er áhersla á vönduð og óháð vinnubrögð þegar kemur að verðmati fyrirtækja.

Fjármögnun viðskiptatækifæra

ÍV Fyrirtækjaráðgjöf getur veitt þjónustu tengda fjármögnun viðskipta, s.s í tengslum við kaup, sölu og samruna fyritækja. Getur þar komið til öflun hlutafjár, lánsfjár frá fjármálastofnunum, útgáfu skuldabréfa eða annars konar fjármögnun.

Fjárhagsleg endurskipulagning

ÍV Fyrirtækjaráðgjöf tekur að sér umsjón með fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja og leggur þá mat á þörf fyrir endurskipulagningu efnahags, stýrir viðræðum við lánardrottna og hefur umsjón með öflun nýs hlutafjár eftir því sem við á.