ÍV Stokkur

Síðast uppfært: 17.01.2025

Fyrir hvern er sjóðurinn?

ÍV Stokkur er sérhæfður sjóður fyrir almenning sem er einkum ætlaður fjárfestum sem sækjast eftir virkri stýringu á hlutabréfum, eru að fjárfesta til langs tíma og eru tilbúnir að taka áhættu á sveiflum í ávöxtun. Sjóðurinn hentar einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestum sem þola töluverðar sveiflur í ávöxtun.

Markmið og fjárfestingarstefna

Sjóðurinn fjárfestir í innlendum hlutabréfum (skráðum og óskráðum) og innlánum fjármálafyrirtækja. Í samræmi við skoðun ÍV sjóða, á hverjum tíma, fjárfestir sjóðurinn í þeim eignarflokki sem líklegur er til þess að gefa góða ávöxtun að teknu tilliti til áhættu. Markmið sjóðsins er að ná fram betri langtímaávöxtun en innlendur markaður með skráð hlutabréf í heild. Sjóðnum er heimilt að festa það fé sem hann nýtir til fjárfestinga í öðrum sjóðum að hluta eða öllu leyti í sjóðum sem reknir eru af ÍV sjóðum hf.

Verðbreyting (upphafsgildi = 100)

Eignasamsetning

Stærstu eignir

Fjárfestingastefna

Stefna 

 Eign

Hlutabréf skráð á Nasdaq Iceland 35-100% 95%
Fjárfestingarsjóður sem fjárfesta í hlutabréfum 0-20% 0%
Fjárfestingarsjóðir sem skilgreindir eru sem lausafjársjóðir 0-20% 0%
Innlán fjármálafyrirtækja 0-20% 0%
Fagfjárfestasjóðir sem fjárfesta í hlutabréfum eða -tengdum verðbréfum 0-20% 0%
Óskráð hlutabréf 0-40% 0%
Reiðufé   5%


 

Stærstu útgefendur

Verðbreyting tímabila Frá áramótum 3 mán 6 mán 12 mán
ÍV Stokkur 3,5% 13,6% 23,7% 14,6%
Verðbreyting ára 2024 2023 2022 2021 2020
ÍV Stokkur 14,0% -6,2% -17,7% 43,5% 39,6%

Grunnupplýsingar

Stærð (m.kr.) 1.179,8
Sjóðstjóri Halldór Andersen og Þorsteinn Ágúst Jónsson
Stofnár 2016
Umsýsluþóknun á ári 1.7%
Árangursþóknun 15% umfram ávöxtunarviðmið
Árangursviðmið OMXIGI
Rekstraraðili ÍV sjóðir hf.
Vörsluaðili Íslensk verðbréf hf.

Viðskipti

Lágmarkskaup 5.000
Þóknun við kaup 1%
Þóknun við sölu 0%
Afgreiðslutími 10:00 til 14:00
Uppgjörstími 2 viðskiptadagar (T+2)
Áskriftarmöguleikar

Tölfræðilegar upplýsingar

Gengi sjóðs 17.01.2025 21.2564

Hvernig fjárfesti ég í sjóðnum?

Íslensk verðbréf er helsti söluaðili verðbréfa- og sérhæfðra sjóða fyrir almenning sem reknir eru af ÍV sjóðum hf. ÍV sjóðir hf. er dótturfélag Íslenskra verðbréfa.  

Fjárfesting í sjóðunum fer fram í gegnum Verðbréfavef ÍV eða með því að hafa samband á iv@iv.is. Hægt er að spara reglulega með því að gerast áskrifandi að sjóðnum í gegnum Verðbréfavef ÍV 

1: Verðbréfavefur ÍV 

2: iv@iv.is

3: 460-4700

Skattlagning

Hagnaður af innlausn eignarhlutdeildar sjóðsins er skattskyldur á Íslandi. Skattskyldur hagnaðar ákvarðast samkvæmt lögum um tekju- og eignarskatt nr. 90/2003 og myndar eignarhlutdeild í sjóðnum stofn til greiðslu eignarskatts. Vörslufyrirtæki sjóðsins, Íslensk verðbréf hf., sér um að standa skil á fjármagnstekjuskatti samkvæmt 3. gr. laga nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, en hann leggst á þegar eignarhlutdeild í sjóðnum er seld með hagnaði eða þegar tekjur eru greiddar af eignarhlutdeild. Söluhagnaður ber 22% fjármagnstekjuskatt. 

Fyrirvari

ÍV Stokkur hs. er sérhæfður sjóður fyrir almenning skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og hefur því rýmri heimildir til fjárfestinga en verðbréfasjóðir. ÍV sjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins og Íslensk verðbréf hf. eru vörsluaðili sjóðsins skv. ákæðum sömu löggjafar

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Vakin er athygli á að ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts.

Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel lykilupplýsingar, útboðslýsingar og reglur sjóðsins auk annarra þeirra upplýsinga sem fram koma á tilteknum vefsvæði hans. Sérstaklega er bent á umfjöllun um áhættuþætti sem fram koma í útboðslýsingum. Eftir atvikum er fjárfestum ráðlagt að afla sér ráðgjafar óháðs aðila.

Upplýsingar þær sem hér koma fram eru einungis veittar í upplýsingaskyni og þær ber ekki að skoða sem tilboð á einn eða annan hátt og ekki skal líta á efnið sem ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga.